Haraldur Sverrisson

Framlög til íþróttamannvirkja fordæmalaus

Framtíðarsýn okkar er sú að Mosfellsbær sé fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi. Traustur rekstur er lykill þess að að vöxtur sveitarfélagsins sé efnahagslega, félagslega og umhverfislega sjálfbær. Á undanförnum árum hefur bærinn okkar stækkað, eflst og dafnað. Það má segja að fordæmalaus […]

Kolbrún G. Þorsteinsdóttir

Eflum menntasamfélagið í Mosfellsbæ

Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár var afgreidd á bæjarstjórnarfundi þann 27. nóvember síðastliðinn. Eins og áður eru fræðslumálin langstærsti málaflokkurinn og fer um 52% af útgjöldum bæjarins í málaflokkinn eða um 5.712 mkr. Áætlunin ber merki þess að bæjarstjórn leggur mikla áherslu á að efla menntasamfélagið í Mosfellsbæ. Mikil fjölgun barna í bænum hefur kallað á […]

Stefán Ómar Jónsson

Felldu tillögur um nýjan veg og lækkun fasteignaskatts á fyrirtæki

Undirritaður bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar flutti tvær tillögur við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Mosfellsbæjar fyrir árið 2020 sem var til afgreiðslu í bæjarstjórn í síðustu viku. Fyrri tillagan laut að því að inn kæmi nýr liður í fjárfestingaráætlun undir liðnum gatnagerð, sem bæri nafnið „Skammadalsvegur frá Helgafelli að Bjargsvegi” og til fjárfestingarinnar yrði varið 10 milljónum á árinu […]

Björn Traustason

Jólaskógurinn í Hamrahlíð

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar verður með sína árlegu jólatrjáasölu í Hamrahlíð fyrir jólin eins og síðastliðna áratugi. Jólaskógurinn í Hamrahlíð mun opna sunnudaginn 8. desember með opnunarhátíð sem hefst klukkan 13. Þar verður ýmislegt við að vera, bæjarstjóri mun höggva fyrsta jólatréð, jólasveinar mæta á svæðið, ratleikur fyrir börnin og margt fleira. Hjá mörgum fjölskyldum er jólatrjáaleit […]

Hreiðar Örn Zoega Stefánsson

Eldri ökumenn í umferðinni

Í almennri umræðu er oft rætt um eldri ökumenn sem hættu í umferðinni. Jafnframt að þörf sé á að hafa meira eftirlit með þessum hópi ökumanna, meðal annars með því að skylda þá til að fara reglulega í akstursmat. Í nýafloknu námi til ökukennslu skrifaði ég ritgerð um eldri ökumenn og spurði þeirrar spurningar: Eru […]

Margrét Lúthersdóttir

TAKK!

Í dag 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Rauði krossinn þakkar sjálfboðaliðum sínum sem gera starf félagsins mögulegt. Hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ starfa 90 sjálfboðaliðar í fjölbreyttum verkefnum sem öll hafa þó sömu gildi að leiðarljósi; mannúð, hlutleysi og óhlutdrægni. Sjálfboðaliðar okkar rjúfa einsemd með heimsóknum, aðstoða börn og ungmenni í námi, styðja við […]

Stefán Ómar Jónsson

Helgafell – deiliskipulag 4. áfanga

Þann 31. október sl. lauk fresti til að skila inn athugasemdum vegna auglýsingar um deiliskipulagsbreytingu fyrir 4. áfanga í Helgafellshverfi. Skemmst er frá því að segja að formlega bárust fimmtán athugasemdir, þar af athugasemd frá húsfélagi með um þrjátíu íbúðum. (Sjá fundargerð skipulagsnefndar nr. 501) Segja má að helst hafi athugasemdir lotið að tveimur meginþáttum, […]

Valdimar Birgisson

Allt í ru$li

Það er óhætt að segja að það hafi staðið styr um Sorpu undanfarnar vikur, eftir að það kom í ljós að það vantar rúmar 600 milljónir til þess að klára byggingu á gas- og jarðgerðarstöðinni sem verið er að byggja í Álfsnesi. Þar fyrir utan þurfti að stækka móttökustöðina í Gufunesi og kaupa tæki þar […]

Birna Kristín Jónsdóttir

Haustið gengur í garð

Það er einhvern veginn alltaf ákveðinn léttir þegar fer að hausta, skólarnir byrja, laufblöðin falla, æfingar barnanna falla í fastar skorður og þar með lífið í heild. Sumarið var náttúrulega dásamlegt hjá okkur í Mosfellsbæ og Aftureldingu, veðrið lék við hvern sinn fingur og til dæmis á fótboltaleikjum meistaraflokkanna var stúkan þéttsetin á flestum heimaleikjum. […]

Fjalar Freyr Einarsson

Áherslur í uppeldi

Þegar fjölskyldur fá sér hund er ekki óalgengt að farið sé á hundanámskeið þar sem fjölskyldan lærir að umgangast hundinn og siða hann þannig að hundurinn teljist hlýðinn og góður. Þegar barn kemur í heiminn er sjaldnast farið á námskeið um barnauppeldi. Áhugasamir foreldrar ná sér reyndar í bækur um ungbörn og atlæti þeirra og […]