Tækifæri til eflingar atvinnumála í Mosfellsbæ

Mikil uppbygging atvinnusvæða á sér nú stað í Mosfellsbæ og mun sú uppbygging halda áfram á næstu árum. Tækifæri eru til þess að efla atvinnulíf og fjölga fyrirtækjum í Mosfellsbæ samhliða þessari uppbyggingu auk þess sem tækifæri eru fyrir hendi hvað varðar fjölbreytta nýsköpun. Verið er að leggja lokahönd á atvinnustefnu Mosfellsbæjar og færi vel […]

Breytingar á nefndaskipan – mikilvægi atvinnu og nýsköpunarnefndar

Málefni vorsins hjá bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa verið umræður um breytingar á nefndaskipan og fastaráðum bæjarins. Þessi umræða var hluti af stærra máli sem eru hagræðingaraðgerðir bæjarins og er efni í annan pistil. En hvað varðar fastanefndir var tillagan sú að þrjár nefndir yrðu lagðar niður eða sameinaðar öðrum. Það var á margan hátt áhugaverð nálgun, […]

Fækkun nefnda og breytt launakjör

Þann 25. júní síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn að aftengja laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup og fækka áheyrnarfulltrúum í nefndum bæjarins. Þá var samþykkt að laun bæjarstjóra fylgi launahækkunum á vinnumarkaði í stað launavísitölu. Einnig samþykkti bæjarstjórn að fækka fastanefndum bæjarins um þrjár. Ákvörðunin um að fækka fastanefndum á sér rætur í stjórnsýsluúttekt sem meirihluti B, S og […]

Takk fyrir okkur!

„Þannig týnist tíminn” segir í lagi eftir meistara Bjartmar Guðlaugsson. Það er svo sannarlega tilfinningin þegar við fjölskyldan segjum skilið við Lágafellsskóla eftir tæplega 18 ára samfylgd. Ætli við séum ekki svona frekar mikil vísitölufjölskylda á mosfellskan mælikvarða. Þrjú börn sem eru fædd á átta árum sem nú hafa lokið sinni grunnskólagöngu. En frá haustdögum […]

Foreldrar þurfa bara að redda þessu — aftur(!)

Mosfellsbær hefur hampað sér fyrir að vera með lægstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu — en á sama tíma er þjónustan að skerðast fyrir foreldra og börn. Má þar nefna fyrirkomulag sumarleikskólans sem er enn ein skerðingin sem foreldrar átta sig jafnvel ekki enn á. Tilgangur sumarleikskólans er nefnilega ekki að koma til móts við fjölskyldurnar í […]

Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 var samþykktur í bæjarstjórn á dögunum. Fulltrúar meirihlutans ásamt bæjarstjóra hafa lýst yfir mikilli ánægju með niðurstöðu ársreikningsins. Það er margt jákvætt við niðurstöðuna, en ekki er allt sem sýnist og höfum við fulltrúar D-lista bent á það í umræðunni. Þótt ársreikningur A- og B-hluta sýni jákvæða rekstrarniðurstöðu verður að […]

Grúskað í gömlum heimildum

Í fyrra sem leið mátti minnast þess að hálf öld var liðin frá því að Páll Ísólfsson (fæddur 1893) var allur. Hann var landsþekktur fyrir tónlist sína bæði sem orgelleikari við Dómkirkjuna og sem stjórnandi ýmissa kóra og hljómsveita. En líklega mun hann vera einna þekktastur fyrir tónsmíðar sínar. Einna hæst er úr „Úr myndabók […]

Skólahald á Blikastaðalandi

Nú styttist í að deiliskipulag Blikastaðalands verði tekið til umræðu og staðfestingar og þá þarf að taka ákvarðanir er snúa að uppbyggingu innviða á svæðinu. Eitt af því sem þarf að skoða er hvernig uppbygging t.d. skólamannvirkja á að vera. Ljóst er að uppbygging þessara mannvirkja hleypur á milljörðum króna og því skiptir máli að […]

Reykjalaug – Minjar undir malbiki

Í Mosfellingi sem kom út í júlí á síðasta ári var greint frá rannsókn sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í þeim tilgangi að reyna að staðsetja leifar Reykjalaugar undir Reykjavegi. Þar kom fram að niðurstöður rannsóknarinnar væru þær að laugin væri á sínum stað undir veginum. Reykjalaugar er víða getið í heimildum. Sérstaklega frá 18. […]

Harry Potter og London baby!

Það fór fjörugur hópur frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ til London þann 8. maí í Harry Potter ferð. Þetta var hluti af nemendum úr Harry Potter áfanga sem var kenndur á vorönn 2025. Planið var að fara í leikhús að sjá Harry Potter and The Cursed Child og fara á Harry Potter safnið. Þetta er í […]