Fækkun nefnda og breytt launakjör
Þann 25. júní síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn að aftengja laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup og fækka áheyrnarfulltrúum í nefndum bæjarins. Þá var samþykkt að laun bæjarstjóra fylgi launahækkunum á vinnumarkaði í stað launavísitölu. Einnig samþykkti bæjarstjórn að fækka fastanefndum bæjarins um þrjár. Ákvörðunin um að fækka fastanefndum á sér rætur í stjórnsýsluúttekt sem meirihluti B, S og […]