Entries by mosfellingur

Íbúar ánægðir með Í túninu heima 2025

Bæjarhátíð Mosfellsbæjar, Í túninu heima, fór fram dagana 28. til 31. ágúst í frábæru veðri. Hátíðin fagnaði 20 ára afmæli sínu í ár og voru um hundrað viðburðir á dagskrá. Á hátíðinni var að finna hefðbundna dagskrárliði, svo sem brekkusöng í Álafosskvos, flugvéla- og fornbílasýningu á Tungubökkum, götugrill og stórtónleika en þeir voru fluttir fram […]

Leikskólinn Hlíð 40 ára

Ungbarnaleikskólinn Hlíð fagnaði 40 ára afmæli mánudaginn 22. september. Leikskólinn hóf starfsemi sína árið 1985 en varð alfarið ungbarnaleikskóli fyrir börn á aldrinum 1–3 ára frá og með haustinu 2020. Byggt var við skólann árið 2000 og fór leikskólinn þá úr 430 fermetrum upp í 800 fermetra eins og hann er í dag. Skólastjóri er […]

Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2025

Á sérstakri hátíðardagskrá við setningu bæjarhátíðarinnar Í túninu heima var tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar. Hafdís Huld Þrastardóttir er söngkona og lagahöfundur. Hún hóf feril sinn ung og hefur átt farsælan og fjölbreyttan feril sem spannar yfir þrjá áratugi. Ferill Hafdísar hófst þegar hún var 15 ára gömul þegar hún gekk til liðs […]

Hvað hefur áunnist

Fyrir tæplega þremur og hálfu ári var gengið til kosninga til sveitarstjórna og því liggur fyrir að það styttist í að við kjósum aftur. Já, tíminn líður raunverulega svona hratt. Á þessum tímamótum veltum við auðvitað fyrir okkur hverju við í meirihlutanum, sem samanstendur af Framsókn, Samfylkingu og Viðreisn, höfum áorkað á þessum tíma sem […]

Á að slá fram að jólum?

Það vekur furða mína að enn þá eru sláttuvélar að störfum við að nauðraka alla grasfleti í Mosfellsbænum þótt það sé komið fram í seinni part september. Og grassprettan er eiginlega búin. Það er eins og menn vilji ekki sjá eina einustu blómstrandi jurt. Sama var á teningunum í vor: varla var snjórinn farinn þá […]

Pizzabær?

Það er rafíþróttakvöld í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ (FMOS) í kvöld, fimmtudaginn 25. september. Við, samfélagið, erum að koma á fót rafíþróttastarfi í bænum. FMOS mun bjóða upp á æfingaaðstöðu, Mosfellsbær fjármagnar kaup á búnaði og Rafíþróttadeild Mosfellsbæjar (RafMos) mun halda utan um starfið sjálft. RafMos tekur fagnandi á móti öllum sem vilja taka þátt í […]

Hef alltaf sett mér háleit markmið

Cecilía Rán Rúnarsdóttir er ein fremsta knattspyrnukona okkar Íslendinga í dag. Hún steig sín fyrstu skref á ferlinum hjá Þrótti en færði sig svo yfir til Aftureldingar sjö ára gömul. Hún var einungis 16 ára þegar hún spilaði sinn fyrsta A-landsleik með íslenska landsliðinu, þá nýútskrifuð úr grunnskóla. Í dag er hún aðalmarkvörður liðsins. Cecilía […]

Bæjarhátíð í 20 ár

Bæjarhátíðin Í túninu heima verður sett fimmtudaginn 28. ágúst næstkomandi og fagnar 20 ára afmæli í ár. Í tilefni afmælisins var nýtt merki hátíðarinnar kynnt sem auglýsingastofan ENNEMM á heiðurinn af. Bæjarhátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 2005 en það var þáverandi garðyrkjustjóri bæjarins, Oddgeir Þór Árnason, sem vann að undirbúningnum og átti frumkvæði […]

Menningin, sagan, Álafoss og ullin

Í aðdraganda bæjarhátíðarinnar Í túninu heima leitar menningin á hugann. Á bæjarhátíðinni birtist bæjarmenningin skýrt. Bæjarbúar, félög og fyrirtæki taka þátt með ýmsum viðburðum og uppákomum sem draga til sín bæði okkur íbúana og aðra gesti. Við hittum nágranna á förnum vegi og eigum jákvæð samskipti við fólk sem við höfum kannski aldrei hitt áður. […]

Í TÚNINU HEIMA 2025 – DAGSKRÁ

Bæjarhátíðin Í túninu heima verður haldin 28. til 31. ágúst og fagnar hátíðin 20 ára afmæli í ár. Dagskráin er fjölbreytt og glæsileg að vanda. Hátíðin verður formlega sett á hátíðardagskrá í Hlégarði á fimmtudegi. Þá fer fram útnefning bæjarlistamanns og veittar verða umhverfisviðurkenningar. Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki leggja sitt af mörkum til hátíðarinnar og […]

Að áliðnu sumri

Ég hef búið í Mosfellsbæ allar götur síðan í ársbyrjun 1983 og alltaf í sama húsinu. Hér hef ég átt góð ár þar sem börnin okkar hjóna ólust upp og við notið vináttu og velvildar ótalmargra góðra granna gegnum árin. Já, þar sem okkur líður vel þar er alltaf gott að búa. Á þessum rúmlega […]

Uppbygging öldrunarþjónustu í Mosfellsbæ

Eir hjúkrunarheimili er sjálfseignarstofnun með staðfesta skipulagsskrá, sem var stofnað til árið 1993 á grundvelli samfélagslegra hugsjóna, án allra hagnaðarsjónarmiða. Tilgangurinn með stofnun Eirar var að veita framúrskarandi öldrunarþjónustu til hrumra og veikra sem eru í þörf fyrir slíka þjónustu. Mosfellsbær varð aðili að Eir í nóvember árið 2002 og stendur að sjálfseignarstofnuninni ásamt Reykjavíkurborg, […]

Vetrarstarfið fjölbreytt og skemmtilegt

Kæru Mosfellingar Íþróttir og annað félagsstarf er mikilvægur þáttur í uppeldi barna og ungmenna á Íslandi í dag og er framboð íþróttagreina í bænum okkar eins og best verður á kosið. Við hjá Aftureldingu tökum vel á móti komandi vetri og bjóðum áfram upp á fjölbreytt og vandað starf innan 11 íþróttagreina. Okkar markmið er […]

Í túninu heima 20 ára

Bæjarhátíðin Í túninu heima verður haldin 28. til 31. ágúst og fagnar hátíðin 20 ára afmæli í ár. Dagskráin er fjölbreytt og glæsileg að vanda. Hátíðin verður formlega sett á hátíðardagskrá í Hlégarði á fimmtudegi. Þá fer fram útnefning bæjarlistamanns og veittar verða umhverfisviðurkenningar. Allir taka þátt Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki leggja sitt af mörkum […]

Samstaða um það mikilvægasta

Ég var að lesa Líf á jörðinni okkar. Bókin kom út fyrr á þessu ári, höfundurinn, David Attenborough, er ekki nema 99 ára, kýrskýr og hvetjandi. Bókin sem ég las á undan henni, Lífið í skóginum (Walden), eftir Henry David Thoreau, kom fyrst út árið 1854 – fyrir tveimur góðum mannsöldrum. Báðar fjalla í grunninn […]