Entries by mosfellingur

Vetrarstarfið fjölbreytt og skemmtilegt

Kæru Mosfellingar Íþróttir og annað félagsstarf er mikilvægur þáttur í uppeldi barna og ungmenna á Íslandi í dag og er framboð íþróttagreina í bænum okkar eins og best verður á kosið. Við hjá Aftureldingu tökum vel á móti komandi vetri og bjóðum áfram upp á fjölbreytt og vandað starf innan 11 íþróttagreina. Okkar markmið er […]

Í túninu heima 20 ára

Bæjarhátíðin Í túninu heima verður haldin 28. til 31. ágúst og fagnar hátíðin 20 ára afmæli í ár. Dagskráin er fjölbreytt og glæsileg að vanda. Hátíðin verður formlega sett á hátíðardagskrá í Hlégarði á fimmtudegi. Þá fer fram útnefning bæjarlistamanns og veittar verða umhverfisviðurkenningar. Allir taka þátt Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki leggja sitt af mörkum […]

Samstaða um það mikilvægasta

Ég var að lesa Líf á jörðinni okkar. Bókin kom út fyrr á þessu ári, höfundurinn, David Attenborough, er ekki nema 99 ára, kýrskýr og hvetjandi. Bókin sem ég las á undan henni, Lífið í skóginum (Walden), eftir Henry David Thoreau, kom fyrst út árið 1854 – fyrir tveimur góðum mannsöldrum. Báðar fjalla í grunninn […]

Hef alla tíð verið tengd náttúrunni

Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur lét draum sinn rætast árið 2011 þegar hún stofnaði Ræktunar- og fræðslusetur að Dalsá í Mosfellsdal. Þar eru kjöraðstæður bæði til ræktunar og námskeiðahalds, í jaðri höfuðborgarsvæðisins, upp í sveit en þó nærri þéttbýlinu. Markmiðið með starfsemi setursins er að aðstoða fólk við að tengjast náttúrunni, efla lífræna ræktun í heimilisgörðum […]

Nýtt sam­komulag fel­ur í sér þreföld­un hjúkr­un­ar­rýma

Samkomulag sem undirritað var þriðjudaginn 1. júlí felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reisa á nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Alls verða því 99 hjúkrunarrými í Mosfellsbæ. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu samkomulagið í sól og blíðu utan við […]

Ávísun á fleiri ævintýri

Styrktarmótið Palla Open var haldið fimmta árið í röð í byrjun júní. Mótið fer stækkandi ár hvert og er orðið stærsta golfmót sinnar tegundar hér á landi. Að þessu sinni voru það 244 kylfingar sem tók þátt og ríkti mikil gleði á Hlíðarvelli þennan dag í blíðskaparveðri. Framlag Golfklúbbs Mosfellsbæjar er til fyrirmyndar en allt […]

Nýr leikskóli í Helgafellshverfi

Mos­fells­bær fagnaði opn­un nýs og glæsi­legs leik­skóla í Helga­fellshverfi þann 30. júní en hann hefur fengið nafnið Sum­ar­hús. Opn­un leik­skól­ans er stór og mik­il­væg­ur áfangi í bættri þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur í sveit­ar­fé­lag­inu. Leik­skól­inn er sér­stak­lega hann­að­ur og byggð­ur með þarf­ir barna og starfs­fólks að leið­ar­ljósi. Efla þjónustu við yngstu íbúa bæjarins „Þessi dag­ur […]

Tækifæri til eflingar atvinnumála í Mosfellsbæ

Mikil uppbygging atvinnusvæða á sér nú stað í Mosfellsbæ og mun sú uppbygging halda áfram á næstu árum. Tækifæri eru til þess að efla atvinnulíf og fjölga fyrirtækjum í Mosfellsbæ samhliða þessari uppbyggingu auk þess sem tækifæri eru fyrir hendi hvað varðar fjölbreytta nýsköpun. Verið er að leggja lokahönd á atvinnustefnu Mosfellsbæjar og færi vel […]

Breytingar á nefndaskipan – mikilvægi atvinnu og nýsköpunarnefndar

Málefni vorsins hjá bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa verið umræður um breytingar á nefndaskipan og fastaráðum bæjarins. Þessi umræða var hluti af stærra máli sem eru hagræðingaraðgerðir bæjarins og er efni í annan pistil. En hvað varðar fastanefndir var tillagan sú að þrjár nefndir yrðu lagðar niður eða sameinaðar öðrum. Það var á margan hátt áhugaverð nálgun, […]

Fækkun nefnda og breytt launakjör

Þann 25. júní síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn að aftengja laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup og fækka áheyrnarfulltrúum í nefndum bæjarins. Þá var samþykkt að laun bæjarstjóra fylgi launahækkunum á vinnumarkaði í stað launavísitölu. Einnig samþykkti bæjarstjórn að fækka fastanefndum bæjarins um þrjár. Ákvörðunin um að fækka fastanefndum á sér rætur í stjórnsýsluúttekt sem meirihluti B, S og […]

Okkar stelpur á EM

Við Mosfellingar eigum frábæra fulltrúa í landsliði Íslands á lokakeppni EM í fótbolta í Sviss. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, flutti 7 ára í Mosfellsbæ og lék með Aftureldingu upp yngri flokkana og í meistaraflokki áður hún færði sig yfir í Fylki og þaðan í atvinnumennsku erlendis. Cecilía hefur átt frábært tímabil í marki Inter Milan á […]

Takk fyrir okkur!

„Þannig týnist tíminn” segir í lagi eftir meistara Bjartmar Guðlaugsson. Það er svo sannarlega tilfinningin þegar við fjölskyldan segjum skilið við Lágafellsskóla eftir tæplega 18 ára samfylgd. Ætli við séum ekki svona frekar mikil vísitölufjölskylda á mosfellskan mælikvarða. Þrjú börn sem eru fædd á átta árum sem nú hafa lokið sinni grunnskólagöngu. En frá haustdögum […]

Pílus fagnar 40 ára afmæli

Þann 1. maí 1985 var Pílus hársnyrtistofa stofnuð í Mosfellsbæ og á því 40 ára afmæli um þessar mundir. Ingibjörg Jónsdóttir tók við stofu sem hét Rakarastofa Mosfellsbæjar og breytti nafninu í Pílus. Ingibjörg rak stofuna til 1. maí 2007 en þá tók núverandi eigandi Ragnhildur Bergþórsdóttir við og rekur stofuna enn. Stofan hefur verið […]

Dóri DNA bakar kryddbrauð fyrir gesti á Blikastöðum

Laugardaginn 14. júní bjóða Blikastaðir gestum í heimsókn. Hægt verður að kynna sér fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu og njóta veitinga og skemmtunar. Mosfellingurinn Dóri DNA hefur að undanförnu verið fenginn sem ráðgjafi í málefnum Gamla bæjarins á Blikastöðum sem hann segir eiga eftir að vaxa sem skæsleg miðstöð þjónustu. Horfa inn í framtíðina „Ég hef […]