Viktoría Unnur nýr skólastjóri Krikaskóla

Viktoría Unnur Viktorsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Krikaskóla frá og með 1. júní. Alls sóttu 11 einstaklingar um starfið og var Viktoría Unnur metin hæfust. Hún er með B.Ed. gráðu frá KHÍ, með áherslu á kennslu yngri barna, með diplóma­nám á meist­ara­stigi í já­kvæðri sál­fræði frá End­ur­mennt­un Há­skóla Ís­lands og er að ljúka meist­ara­gráðu í stjórn­un og for­ystu í lær­dóms­sam­fé­lagi frá HA. Vikt­oría Unn­ur hef­ur starf­að sem grunn­skóla­kenn­ari í Norð­linga­skóla og ver­ið verk­efna­stjóri og tengi­lið­ur við Há­skóla Ís­lands í sam­evr­ópsku verk­efni sem stuðl­ar að seiglu og þraut­seigju hjá nem­end­um. Þá hef­ur hún reynslu af starfi sem deild­ar­stjóri í leik­skóla.