Úthlutað í annað sinn úr Samfélags­sjóði KKÞ

KKÞ2

Laugardaginn 18. maí fór fram önnur úthlutun úr samfélagssjóði KKÞ og var alls úthlutað tæpum 17 milljónum.
Sjóðurinn var stofnaður eftir félagsslit Kaupfélags Kjalarnesþings og er stofnfé sjóðsins 50 milljónir.
Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjámunum til æskulýðs- og menningarmála, góðgerðar- og líknarmála og annarrar starfsemi til almenningsheilla á fyrrum félagssvæði KKÞ sem nær yfir Mosfellsbæ, Kjalarnes og Kjósarhrepp.
Alls bárust 27 umsóknir vegna annarrar auglýsingar samfélagssjóðsins. Stjórn sjóðsins hafði ákveðið og auglýst að sjónum yrði að þessu sinni sérstaklega beint að menningarmálum.
Af þessum 27 umsóknum hlutu 21 styrk en 6 bíða næstu auglýsingar eða féllu ekki að úthlutunarskilmálum.
Úthlutað var til níu kóra, tveggja leikfélaga, tveggja sögufélags og tveggja einstaklinga svo eitthvað sé nefnt.
Stórn sjóðsins nýtti sér frumkvæðisúthlutanir til tveggja aðila, þ.e. til barna- og unglingastarfs Golfklúbbs Mosfellsbæjar og til Björgunarsveitarinnar Kjalar á Kjalarnesi.

Kirkjukór Lágafellssóknar – 1.000.000 kr.
Karlakórinn Stefnir – 1.000.000 kr.
Vorboðar, kór eldri borgara – 1.000.000 kr.
Karlakór Kjalnesinga – 1.000.000 kr.
Kirkjukór Reynivallaprestakalls – 1.000.000 kr.
Skólakór Varmárskóla – 750.000 kr.
Álafosskórinn – 750.000 kr.
Mosfellskórinn – 750.000 kr
Kammerkór Mosfellsbæjar – 750.000 kr
Kvenfélag Mosfellsbæjar – 600.000 kr
Björgunarsveitin Kjölur – 750.000 kr
Stormsveitin – 750.000 kr
Leikfélag Mosfellssveitar – 1.000.000 kr.
Skógræktarfélag Mosfellsbæjar – 1.000.000 kr.
Miðnætti Leikhús – 600.000 kr
Golfklúbbur Mosfellsbæjar – 500.000 kr
Sigfús Tryggvi Blumenstein – 250.000 kr
Sögufélag Kjalarnesþings – 750.000 kr
Menningarfélög í Fólkvangi – 1.000.000 kr.
Sögufélagið Steini – 1.000.000 kr.
Karl Tómasson –  400.000 kr