Úr úrvalsdeild í Úkraínu í Aftureldingu

Yevgen og Magnús Már þjálfari.

Afturelding hefur fengið markvörðinn Yevgen Galchuk til liðs við sig fyrir átökin í Lengjudeild karla í sumar.
Yevgen er 31 árs gamall Úkraínumaður en hann á yfir hundrað leiki að baki í efstu deild í Úkraínu. Yevgen lék síðast með FC Mariupol í úrvalsdeildinni í fyrravetur en félagið var lagt niður eftir innrás Rússa í Úkraínu í fyrra.
Yevgen hefur verið í leit að nýju félagi síðan þá en hann hefur ákveðið að taka slaginn með Aftureldingu og verður spennandi að sjá hann í Mosfellsbænum í sumar.