Nýr samgöngustígur vígður

Klippt á borðann og samgöngustígurinn opnaður formlega.

Nýr og glæsi­leg­ur sam­göngu­stíg­ur í Mos­fells­bæ var vígð­ur form­lega í vikunni fyrir bæjarhátíðina að við­stöddu fjöl­menni. Hóp­ur barna úr Krika­skóla kom sér­stak­lega til að hjóla á nýja stígn­um.
Sam­göngu­stíg­ur­inn er sam­starfs­verk­efni Mos­fells­bæj­ar og Vega­gerð­ar­inn­ar og eitt af fyrstu stíga­verk­efn­um sem heyra und­ir Sam­göngusátt­mál­ann.
Sam­göngu­stíg­ur­inn ligg­ur í gegn­um Æv­in­týra­garð­inn frá íþrótta­svæð­inu við Varmá og að Leir­vogstungu. Um er að ræða tæp­lega 1,7 km lang­an og 5 m breið­an stíg, þar sem ann­ars veg­ar eru hjól­arein­ar hvor í sína átt­ina og hins veg­ar hefð­bund­inn göngu­stíg­ur. Hluti þess­ara fram­kvæmda var bygg­ing tveggja nýrra brúa, yfir Varmá og Köldu­kvísl.

Krakkar úr Krikaskóla klipptu á borða
Þau Ás­geir Pét­ur Ás­geirs­son og Elísa­bet Stein­unn Andra­dótt­ir, í 4. bekk í Krika­skóla, klipptu á borð­ann við vígsluna. Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son, inn­viða­ráð­herra, Berg­þóra Þor­kels­dótt­ir, for­stjóri Vega­gerð­ar­inn­ar, Dav­íð Þor­láks­son, fram­kvæmda­stjóri Betri sam­gangna ohf. og Halla Kar­en Kristjáns­dótt­ir, formað­ur bæj­ar­ráðs í Mos­fells­bæ sögðu nokk­ur orð við at­höfn­ina. Tindatríó­ið söng nokk­ur lög og að lok­inni at­höfn hjól­uðu nem­end­ur í 4. bekk í Krika­skóla eft­ir hinum ný­vígða stíg.
Börn­um og öðr­um gest­um var síð­an boð­ið upp á safa, kaffi og klein­ur. Und­ir söng tríó­ið og fékk þá liðs­auka frá Sig­urði Inga í einu lag­inu.

Lokafrágangur í sumar
Mos­fells­bær hélt utan um verk­ið, stýrði hönn­un, sá um út­boð og var form­leg­ur verk­kaupi verks­ins. Vega­gerð­in hafði um­sjón með um­ferðarör­ygg­is­rýni og var Mos­fells­bæ inn­an hand­ar við verk­ið eft­ir því sem þörf var á.
Hönn­un verks­ins var í hönd­um Mann­vits og Land­mót­un­ar. Verktak­inn var Karína ehf. og VSÓ Ráð­gjöf ann­að­ist eft­ir­lit.
Fram­kvæmd­ir hóf­ust síðla hausts árið 2020 en mest var um að vera 2021. Í vor og sum­ar fór fram lokafrá­gang­ur.