Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar 2022

Eva Björg, Sigrún og Agnes Wild stofnuðu leikhópinn Miðnætti.

Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar var útnefndur við hátíðlega athöfn á bæjarhátíðinni Í túninu heima.
Menningar- og nýsköpunarnefnd Mosfellsbæjar sér um val bæjarlistamanns ár hvert og veitti Hrafnhildur Gísladóttir formaður nefndarinnar þeim Agnesi Wild, Sigrúnu og Evu Björgu verðlaunagrip eftir listakonuna Ingu Elínu ásamt viðurkenningarfé sem fylgir nafnbótinni.

Áhersla á tengingu við Mosfellsbæ
Leik­hóp­inn Miðnætti stofn­uðu þær Agnes Wild leik­kona og leik­stjóri, Sigrún Harð­ar­dótt­ir tón­list­ar­kona og Eva Björg Harð­ar­dótt­ir leik­mynda- og bún­inga­hönn­uð­ur.
All­ar ólust þær upp í Mos­fells­bæ og hafa ver­ið at­kvæða­mikl­ar í mos­fellsku menn­ing­ar­lífi í gegn­um tíð­ina. Stofn­með­lim­ir hóps­ins eiga grunn í Leik­fé­lagi Mos­fells­sveit­ar, skóla­hljóm­sveit­inni, tón­list­ar­skól­an­um og skóla­kór­un­um. Í list­rænu starfi legg­ur hóp­ur­inn áherslu á teng­ingu við Mos­fells­bæ.

Áhersla á vandað menningarefni
Leik­hóp­ur­inn hef­ur ein­beitt sér að sviðslist­um fyr­ir börn og var til­nefnd­ur til Grímu­verð­laun­anna 2017 í flokk­un­um „Barna­sýn­ing árs­ins“ og „Dans og sviðs­hreyf­ing­ar árs­ins“ fyr­ir sýn­ing­una Á eig­in fót­um. Leið­ar­ljós í starf­semi hóps­ins er áhersla á vand­að menn­ing­ar­efni fyr­ir börn og ung­menni.
Álfa­börn­in Þorri og Þura eru með­al sköp­un­ar­verka hóps­ins en einnig má nefna brúðu­sýn­ing­una Geim-mér-ei í Þjóð­leik­hús­inu og Tjald­ið í Borg­ar­leik­hús­inu. Báð­ar þess­ar sýn­ing­ar eru ætl­að­ar yngstu leik­hús­gest­un­um.