Mikilvægi hreyfingar

Ragnheiður Vídalín Gísladóttir

Ávinningur þess að stunda íþróttir er mikill fyrir líkamlega og andlega heilsu.
Við sem búum í Mosfellsbæ erum heppin með þann fjölda íþróttagreina sem eru í boði fyrir okkur. Nú þegar haustið er komið þá fara margir að huga að því að æfa. Þá er gott að geta farið og prófað mismunandi íþróttagreinar því það sama hentar ekki öllum. Á heimasíðu Aftureldingar er hægt að sjá hvaða íþróttagreinar eru í boði.
Við hjá Taekwondodeild Aftureldingar viljum vekja athygli á starfinu hjá okkur. Taekwondo er ólympísk bardagaíþrótt þar sem iðkendur læra sjálfsvörn og aga, þá eflir taekwondo sjálfstraust, liðleika, þol og þrek.
Við erum með frábæran hóp þjálfara, iðkenda og foreldra. Það er í boði að koma og prófa æfingar frítt hjá okkur í tvær vikur.
Æfingar fara fram í bardagasal Aftureldingar að Varmá. Taekwondo hentar öllum og er hægt að byrja að æfa á hvað aldri sem er. Iðkendur hjá okkur eru á aldrinum 6-50 ára. Almennar æfingar eru fyrir alla frá 6 ára aldri. Krílatímar eru fyrir 3-5 ára og TKD fitness eru styrktar- og brennsluæfingar fyrir 18 ára og eldri.
Á heimasíðu okkur www.afturelding.is/taekwondo er hægt að sjá stundatöflu og upplýsingar um þjálfara. Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum tölvupóst taekwondo@afturelding.is

Ragnheiður Vídalín Gísladóttir,
formaður Taekwondodeildar Aftureldingar