Júlíus nýr formaður Hollvinasamtakanna
Nýlega fór fram aðalfundur Hollvinasamtaka Reykjalundar. Fundurinn heppnaðist mjög vel og var góður hugur í fundarmönnum. Tilgangur samtakanna er að styðja við þá endurhæfingarstarfsemi sem fram fer á vegum Reykjalundar. Júlíus Þór Jónsson var kjörinn nýr formaður en fráfarandi formaður, Bryndís Haraldsdóttir, gaf ekki kost á sér áfram. Haukur Fossberg Leósson var útnefndur heiðursvinur á fundinum ásamt Bryndísi en þau tvö hafa gegnt formennsku í Hollvinasamtökunum frá stofnun samtakanna fyrir 11 árum.
Í stjórn Hollvinasamtakanna voru kjörin: Júlíus Þór Jónsson formaður, Sigurður Z. Sigurðsson, Halla M. Hallgrímsdóttir, Kolbrún G. Þorsteinsdóttir og Örn Kjærnested. Til vara eru Magnús Már Leifsson og Ásgeir Ásgeirsson.
Á mynd: Júlíus Þór Jónsson, Haukur Fossberg Leósson og Bryndís Haraldsdóttir.