Hvað er varanleg förðun?

Fanney Dögg Ólafsdóttir

Fanney Dögg Ólafsdóttir

Varanleg förðun er byltingarkennd meðferð sem felst í innsetningu lita undir yfirborð húðar til þess að skerpa línur andlits, og undirstrika náttúrulega fegurð þína. Meðferðin hefur verið notuð af mörgum þekktustu módelum, leikurum og skemmtikröftum heims til að bæta útlit þeirra. Fagurfræðilegt gildi, tímasparnaður og minni peningaeyðsla er ástæða þess að varanleg förðun er kölluð „förðun framtíðarinnar“.
Ímyndaðu þér að horfa í spegilinn á hverjum degi og sjá fullkomnar augabrúnir, skarpa augnlínu og fallegar varir. Þú værir fersk og örugg með sjálfa þig og ávallt tilbúin að fara hvert sem er. Hægt er að ná öllu þessu fram og meira til með heimsþekktum vörum og tækjabúnaði frá Nouveau Contour. Nouveau Contour er eitt þekktasta og mest leiðandi fyrirtækið í heiminum í dag á þessu sviði og er ég mjög stolt af því að geta boðið upp á meðferðir og vörur því tengdu.
Varanleg förðun felur í sér ísetningu lita á augnlínu, augabrúnir og varir, og endist í u.þ.b. 1-3 ár. Litirnir frá Nouveau Contour eru 100% náttúrulegir. Þeir innihalda járnoxíð sem gerir það að verkum að mjög ólíklegt er að þeir valdi ofnæmi.
Margar konur eru með gisnar augnabrúnir og ljósa augna­umgjörð, og eru þreyttar á því að þurfa mjög ört að lita augnhár og augabrúnir. Aðrar konur hafa lítinn tíma til að mála sig, og svo eru enn aðrar sem hafa þurft að undirgangast lyfjameðferð vegna ýmissa heilsufarskvilla og hafa þess vegna misst augabrúnir og augnhár, og er varanleg förðun því frábær kostur. Ávinningurinn af varanlegri förðun er náttúrulegt, svipmeira útlit sem undirstrikar fegurð þína.
Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.likamiogsal.is

Fanney Dögg Ólafsdóttir
master í varanlegri förðun frá Nouveau Contour