Hátíðarkveðja

Halla Karen Kristjánsdóttir

Kæru Mosfellingar

Gjöfin
Ég veit ekki hvort þú hefur
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur
er gjöfin sem varla sést.

Ástúð í andartaki
augað sem glaðlega hlær,
Hlýja í handartaki,
hjartað sem örar slær.

Allt sem þú hugsar
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði
sakleysi fegurð og yl.
Úlfur Ragnarsson

Okkur í Framsókn langar að óska ykkur kæru sveitungar gleðilegra jóla og megi nýja árið færa ykkur gleði, heilsu og hamingju. Munum að hamingjan er val, hamingjan er lífstíll og hamingjan er ákvörðun en allt er það vinna. Fyllum líf okkar af því sem okkur þykir gaman að gera. Eitthvað sem gerir okkur glaðari, ánægðari eða eitthvað sem nærir okkur.
Það er líka mikilvægt að staðsetja sig sólarmegin í lífinu þannig að gleði, jákvæðni og þakklæti séu til staðar alla daga. Já við þurfum að staldra aðeins við og njóta allra einföldu hlutanna sem eru allt í kringum okkur, þeir eru lífið. Njótum þess!
Gefum af okkur, vöndum framkomu okkar við aðra því þannig gerum við gott samfélag betra.
Eigið góða daga, alla daga og megi gæfan umvefja ykkur.
Með jólakveðju,
Framsókn í Mosfellsbæ.

Halla Karen Kristjánsdóttir
oddviti Framsóknar