Eva Dís nýr eigandi Aristó hárstofu
Eva Dís Björgvinsdóttir er nýr eigandi Aristó hárstofu sem staðsett er í Háholti 14. Hún hefur keypt stofuna af Ingu Lilju Hjálmarsdóttur og Guðrúnu Sveinsdóttur en þær stofnuðu stofuna árið 2003. Aristó verður því 20 ára í nóvember á þessu ári.
„Ég þekki aðeins til Aristó þar sem ég starfaði þar um tíma, þannig að þegar þetta tækifæri bauðst, að kaupa stofuna, sló ég til. Sömu starfsmenn verða áfram á stofunni ásamt því að ég bætist við og vonandi fleiri, það eru alla vega lausir stólar. Ég mun á næstunni fríska aðeins upp á stofuna og gera hana svolítið huggulega. Ég hef opnað fyrir tímabókanir hjá mér í gegnum noona appið þannig að hægt er að bóka tíma í gegnum netið. Einnig er hægt að hringja í síma 566-8989.