Entries by mosfellingur

Skólasamfélag barnanna okkar

Eitt það mikilvægasta í okkar lífi eru börnin okkar og þeirra velferð. Við viljum öll að vegur þeirra verði sem greiðastur. Því miður er það nú ekki raunin hjá okkur flestum. Lífið færir okkur ýmis verkefni og áskoranir, í bland við góðu dagana. En þá skiptir máli hvernig við stígum inn í þau mál sem […]

Við getum gert betur

Sú staðreynd að börnin okkar séu ekki örugg – hvorki í sínu nærumhverfi eða á opinberum viðburðum er hliðrun á þeim raunveruleika sem við höfum búið við í íslensku samfélagi. Síðustu vikur hefur verið áþreifanleg sorg í samfélaginu og hluttekning með þeim sem eiga um sárt að binda vegna dauðsfalls ungrar stúlku sem varð fyrir […]

Til minnis -­ ekki gleyma að gefa af þér

Fátt hefur betri áhrif á okkar líðan og andlega og félagslega heilsu en að umgangast fjölskyldu og vini sem hafa góð áhrif á okkur. Fólk sem er styðjandi, hvetjandi, jákvætt og sýnir okkur skilning og hefur trú á okkur. Það er merkilegt að á okkar tímum þegar tækifærin og tæknin er mikil að þá sé […]

Ekki vera píslarvottur

Þeir sem hafa verið í leiðtogastöðu eða stjórnunarstarfi um árabil vita að stundum koma erfið mál inn á borð leiðtogans sem honum ber að taka á. Það getur verið erfitt að taka á málum og taka óvinsælar ákvarðanir en það er engu að síður eitt af því sem leiðtogi er ráðinn til. Leiðtogar verða að […]

Af atvinnumálum í Mosó

Nú þegar rétt um ár er síðan gildandi atvinnustefna fyrir Mosfellsbæ var samþykkt af bæjarstjórn er tilvalið að taka stöðuna á framvindu verkefna sem því tengjast. Atvinnustefnan var tímabær fyrir okkar ört vaxandi sveitarfélag, til að skerpa á áherslum í atvinnumálum og ýta undir frekari framþróun og verðmætasköpun í sveitarfélaginu. Svo ekki sé minnst á […]

Ráðin framkvæmdastjóri Lágafellssóknar

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir var nýlega ráðin framkvæmdastjóri Lágafellssóknar, en hún var valin úr hópi 23 umsækjenda. Sem framkvæmdastjóri mun hún koma til með að bera ábyrgð á rekstri sóknarinnar, mannauðsmálum, umsjón með kirkjugörðum, fasteignum og sitja sóknarnefndarfundi. Jóhanna Ýr hóf störf í byrjun ágúst. Hún er með B.A. í guðfræði, diploma próf í kennslufræðum ásamt […]

Líf mitt snýst um íþróttir

Gunnar Birgisson þekkja margir af skjánum en hann hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli sem íþróttafréttamaður. Gunnar hefur einnig sinnt öðrum dagskrárliðum hjá RÚV eins og Landanum, Skólahreysti og Eurovision söngvakeppninni en hann fylgdi íslensku Eurovisionförunum eftir í Malmö í Svíþjóð sl. vor. Gunnar sem hefur starfað í fjölmiðlum frá árinu 2010 segir Eurovisionævintýrið og […]

Mosfellsbær leitar að samstarfsaðilum fyrir þróunarverkefni

Bæjarráð hefur samþykkt tillögu um að skoða áhuga mögulegra samstarfsaðila á tveimur þróunarverkefnum á Varmársvæðinu. Annars vegar þjónustu- og aðkomubyggingu á íþróttasvæðinu að Varmá og hins vegar þróun og uppbyggingu á lóð við Háholt 5. Markmiðið er að veita áhugasömum og hæfum aðilum tækifæri til að koma fram með hugmyndir að þróun og uppbyggingu á […]

Mosfellingar taka bílaþvottastöð í Háholti fagnandi

Eftir nokkurra ára hlé opnaði N1 aftur þvottastöð í Háholti í Mosfellsbæ og Guðbergur Björnsson, þjónustustjóri þvottastöðva hjá N1, þakkar góðar viðtökur. „Við erum að fá rosalega góðar móttökur í Mosfellsbæ. Það er frábært hvað hefur verið mikið að gera.“ Þvottastöðvar og -básar á sjö stöðvum N1 hefur einnig opnað þvottastöð á Gagnvegi í Grafarvogi […]

Gera sam­komulag um upp­færð­an sam­göngusátt­mála

Styttri ferða­tími, minni taf­ir, auk­ið um­ferðarör­yggi, áhersla á að draga úr kol­efn­is­spori, stór­bætt­ar al­menn­ings­sam­göng­ur, fjölg­un hjóla- og göngu­stíga og upp­bygg­ing stofn­vega eru kjarn­inn í upp­færð­um sam­göngusátt­mála höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem und­ir­rit­að­ur var á dögunum. Sátt­mál­inn fel­ur í sér sam­eig­in­lega sýn fyr­ir allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið, þar sem lögð verð­ur höf­uð­áhersla á skil­virka og hag­kvæma upp­bygg­ingu sam­göngu­inn­viða. Mark­mið­ið er að […]

Hélt 70 ára afmælismót í minningu barnabarns

Þann 10. júlí síðastliðin hélt Hrefna Birgitta Bjarnadóttir upp á 70 ára afmælið sitt með því að halda styrktargolfmót á Hlíðavelli. Mótið var til styrktar Umhyggju en félagið vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Styrkurinn var til minningar um barnabarn hennar sem hefði orðið 10 ára í sumar. „Mér fannst tilvalið að […]

Íþróttahátíðin

Et, drekk og ver glaðr, segir í Hávamálum og sömuleiðis, Sjaldan liggjandi úlfur lær um getur né sofandi maður sigur. Bæjarhátíð Mosfellsbæjar snýst um þetta. Hreyfingu, næringu og gleði. Það er heldur betur margt í gangi í Mosfellsbænum á bæjarhátíðinni þegar kemur að hreyfingu og hreysti. Hundahlaupið er mætt í bæinn, Ævar Mosverji leiðir göngu […]

Bæjarhátíðin Í túninu heima fer fram um helgina

Bæjarhátíðin vinsæla Í túninu heima verður haldin 29. ágúst til 1. september. Dagskráin er glæsileg að vanda og teygir sig vítt og breitt, upp á fellin og inn í Mosfellsdal. Formleg setning fer fram með hátíðardagskrá í Hlégarði á fimmtudegi. Við það tækifæri fer fram útnefning bæjarlistamanns og veittar umhverfisviðurkenningar. Þekktir dagskrárliðir verða í boði […]

Í túninu heima – DAGSKRÁ 2024

Bæjarhátíðin vinsæla Í túninu heima verður haldin 29. ágúst til 1. september. Dagskráin er glæsileg að vanda og teygir sig vítt og breitt, upp á fellin og inn í Mosfellsdal. Formleg setning fer fram með hátíðardagskrá í Hlégarði á fimmtudegi. Við það tækifæri fer fram útnefning bæjarlistamanns og veittar umhverfisviðurkenningar. Þekktir dagskrárliðir verða í boði […]

Að eiga bakland til að sækja börnin á leikskólann

Nú er leikskólatími barna í Mosfellsbæ á föstudögum til kl. 14:00 nema fyrir þau sem nauðsynlega þurfa lengri vistunartíma, vinnu sinnar vegna. Þá er hægt að sækja sérstaklega um með átta daga fyrirvara að ná í börnin klukkan 16:00. Þetta hefur leitt til óánægju og óvæntra áskorana fyrir margar fjölskyldur. Jafnréttisskekkja í barnvænu sveitarfélagi? Óformleg […]