Veldu leið sem virkar
Nú renna upp síðustu klukkustundir kosningabaráttunnar. Á laugardaginn er kosið milli tveggja leiða. Annars vegar Reykjavíkurmódelsins, undir forystu flokkanna sem þar leiða. Hins vegar leiðar okkar sjálfstæðismanna, sem hefur endurspeglast í rekstri sveitarfélaganna í Suðvesturkjördæmi. Kosningarnar fara ekki fram í neinu venjulegu árferði. Segja má að nú renni upp eins konar ögurstund fyrir íslenskt samfélag. […]