Entries by mosfellingur

„Ólýsanleg tilfinning“

Afturelding hafði betur gegn Keflavík í úrslitaleik Lengjudeildar-umspils um sæti í Bestu deild karla 2025 á Laugardalsvelli. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Aftureldingar sem karlalið félagsins kemst í efstu deild Íslandsmótsins. Eina mark leiksins kom á 78. mínútu og var það Sigurpáll Melberg Pálsson sem skoraði þegar hann fylgdi eftir skoti sem var […]

Uppfærsla samgöngusáttmála – nei takk

Mál málanna hjá bæjarstjórn í september var uppfærður samgöngusáttmáli en markmiðið með honum er að liðka fyrir umferð á höfuðborgarsvæðinu og bjóða upp á fjölbreyttari valkosti til ferða á milli svæða. Það er margt gott í sáttmálanum en það eru líka margir þættir sem eru óljósir og þarfnast umræðu. Hvað er í þessu fyrir okkur? […]

Samgöngusáttmáli

Á fundi bæjarstjórnar Mosfellsbæjar þann 25. september sl. var samþykkt uppfærsla á Samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið sem fyrst var samþykktur árið 2019. Það er margt jákvætt í uppfærðum samgöngusáttmála sem er nauðsynlegur til að komast úr þeirri kyrrstöðu sem ríkt hefur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig jákvætt að ríkið komi með aukið fjármagn í […]

Mín ákvörðun

Ég er nú bara þannig að ég vil vera gerandi í eigin lífi og þess vegna er þetta ákvörðun mín,“ sagði frambjóðandi í stjórnmálaflokki um síðustu helgi eftir að uppstillingarnefnd í flokknum hennar hafði raðað frambjóðendum á lista fyrir komandi kosningar. Ég er sammála henni. Við erum gerendur í eigin lífi. Við þurfum ekki að […]

Við erum komin til að vera – Viltu vera með?

Á 50 ára afmæli knattspyrnudeildar Aftureldingar tókst loks að ná langþráðu markmiði. Karlalið deildarinnar tryggði sér sæti í BESTU deildinni í hreinum úrslitaleik um sætið fyrir framan tæplega 3.000 áhorfendur á Laugardalsvelli. Þessi árangur er enginn tilviljun. Um árabil hefur uppbygging verið stigvaxandi, bæði innan liðsins og ekki síður í umgjörðinni. Sjálfboðaliðar hafa unnið þrekvirki […]

Rótarýklúbburinn styrkir Píeta samtökin

Á síðasta starfsári Rotary International var geðheilsa meginþema. Síðastliðið vor kom Benedikt Þór Guðmundsson, verkefnastjóri og einn af stofnendum Píeta samtakanna, á fund Rótarýklúbbs Mosfellssveitar og hélt afar fróðlegt erindi um starfsemi samtakanna. Píeta samtökin eru frjáls félagasamtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, sinna meðferð skjólstæðinga í sjálfsvígshættu og styðja við aðstandendur þeirra […]

Félagsstarfið í Mosfellsbæ fær Brúarland til afnota

Hið sögufræga hús Brú­ar­land hefur form­lega verið af­hent fé­lags­starf­inu í Mos­fells­bæ og félagi aldraðra, FaMos. Há­tíð­leg at­höfn fór fram þann 28. ágúst þar sem Ólaf­ur Ingi Ósk­ars­son formað­ur vel­ferð­ar­nefnd­ar Mos­fells­bæj­ar flutti ávarp og fór yfir sögu húss­ins. Regína Ás­valds­dótt­ir bæj­ar­stjóri, Jón­as Sig­urðs­son formað­ur FaMos og Elva Björg Páls­dótt­ir for­stöðu­mað­ur fé­lags­starfs­ins klipptu síð­an á borða sem […]

Huldumenn á heiðinni

– um textagerð Þóris Kristinssonar á plötunum Huldumenn og Hugarfóstri með Gildrunni. Viðtalið sem hér fer á eftir er unnið upp úr ritgerð sem Hjördís Kvaran Einarsdóttir skrifaði vorið 2007 í áfanganum Dægurlagatextar og alþýðumenning við deild íslenskra fræða við Háskóla Íslands. Það fjallar fyrst og fremst um texta Þóris Kristinssonar á fyrstu tveimur plötum […]

Sameina krafta sína á Mosó­torgi

MosóTorg er gjafa-, hönnunar- og hannyrðaverslun sem opnuð hefur verið að Háholti 14. Þar sameina krafta sína þær Sigurbjörg Kristmundsdóttir sem rekur hannyrðaverslunina Sigurbjörgu og Slikkerí.is, Ólína Kristín Margeirsdóttir sem er með Instaprent ásamt því að reka ljósmyndastofuna Myndó og Ísfold Kristjánsdóttir (Folda) með fyrirtækið Foldabassa.art. „Sagan á bak við þetta samstarf okkar er að […]

Þetta mót er komið til að vera

Fyrir fjórum árum tóku Páll Örn Líndal og Golfklúbbur Mosfellsbæjar höndum saman og héldu styrktarmót í golfi, Palla Open. Öllum var velkomið að taka þátt og þátttökugjöldin runnu óskipt til styrktarmála. Mótið sem nú er orðið að árlegum viðburði hefur vaxið mikið með árunum en á síðasta móti mættu 246 kylfingar til leiks, sem er […]

Fjölmennt á foreldrafundi

Opinn fundur með foreldrum og forsjáraðilum elstu bekkja grunnskóla var haldinn á þriðjudaginn. Fundurinn var mjög vel sóttur en hátt í 300 foreldrar fylltu Hlégarð. Mosfellsbær boðaði til fundarins með foreldrum í Mosfellsbæ, starfsfólki Fræðslu- og frístundasviðs og Velferðarsviðs ásamt Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og öðrum góðum gestum. Erindi á dagskrá voru m.a. frá Kára Sigurðssyni […]

Þóra útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

Á sér­stakri há­tíð­ar­dagskrá við setn­ingu bæj­ar­há­tíð­ar­inn­ar Í tún­inu heima í Mos­fells­bæ fimmtu­dag­inn 29. ág­úst var leir­lista­kon­an Þóra Sig­ur­þórs­dótt­ir út­nefnd bæj­arlista­mað­ur Mos­fells­bæj­ar 2024. Menn­ing­ar- og lýð­ræð­is­nefnd Mos­fells­bæj­ar sér um val bæj­arlista­manns ár hvert og veitti Hrafn­hild­ur Gísla­dótt­ir formað­ur nefnd­ar­inn­ar leir­lista­kon­unni Þóru Sig­ur­þórs­dótt­ur verð­launa­grip eft­ir lista­kon­una Ingu El­ínu ásamt við­ur­kenn­ing­ar­fé sem fylg­ir nafn­bót­inni. Framúrskarandi í leirlist Þóra […]

Sjálfboðaliðar

Ég hef verið sjálfboðaliði síðan ég var gutti. Fannst það eðlilegur hluti af tilverunni að hjálpa til í kringum fótboltann hjá Þrótti þar sem ég tók mín fyrstu sjálfboðaliðaskref. Sjálfboðaliðastarf er risastór hluti af íslensku samfélagi. Viðbragðsaðilar Almannavarna eru að stórum hluta sjálfboðaliðar. Björgunarsveitirnir eru þar í aðalhlutverki en hlutverk sjálfboðaliða Rauða krossins er sömuleiðis […]

Brúarland gengur í endurnýjun lífdaga

Brúarland er samofið sögu Mosfellssveitar og síðar Mosfellsbæjar í nærfellt 100 ár. Bygging þess hófst árið 1922 og lauk árið 1929. Brúarland er byggt eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar. Byggingin hefur hýst margs konar starfsemi í gegnum áratugina. Þar var starfrækt símstöð og pósthús og þar hafa félagasamtök og kórar haft aðstöðu á ýmsum tímum. Brúarland […]

Samgöngusáttmálinn

Það voru tímamót haustið 2019 þegar sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkisvaldið gerðu með sér samning um sameiginlega framtíðarsýn fyrir þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Umferðarþungi á höfuðborgarsvæðinu hefur farið sívaxandi og áhrifin dyljast engum. Frá því Samgöngusáttmálinn var undirritaður hefur bílum fjölgað um 16.000 og íbúum um 21.000 á höfuðborgarsvæðinu. Endurskoðun sáttmálans Margt hefur breyst frá […]