Úthlutun lóða við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis
Mosfellsbær hefur ákveðið úthlutunarskilmála og lágmarksverð lóða í 5. áfanga Helgafellshverfis. Innan 5. áfanga verða fjölbreyttar gerðir íbúða sem mynda blandaða byggð í hlíð á móti suðri. Í þessari úthlutun er óskað eftir tilboðum í byggingarrétt annars vegar fjögurra fjölbýla með 12 íbúðum hvert, alls 48 íbúðir, og hins vegar sjö raðhúsa, alls 24 íbúðir. […]