Sigurpáll heim í Aftureldingu
Sigurpáll Melberg Pálsson hefur gert tveggja ára samning við Aftureldingu og mun spila með liðinu í Lengjudeild karla í fótbolta næsta sumar. Sigurpáll er 28 ára varnar- og miðjumaður sem lék upp alla yngri flokkana hjá Aftureldingu. Sigurpáll kemur til Aftureldingar frá danska félaginu FA 2000 en hann lék áður með Fjölni, Fram og HK. […]