Entries by mosfellingur

Fjölskyldan loksins sameinuð í Mosfellsbæ eftir erfiðan aðskilnað

Hjónin Hanna Símonardóttir og Einar Þór Magnússon hafa í gegnum árin tekið að sér fjölmörg fósturbörn í bæði skammtíma- og langtímavistun. Það var svo í janúar 2021 að Hassan Rasooli kom til þeirra. Hassan var þá 14 ára gamall og hafði komið til Íslands skömmu áður sem flóttamaður en foreldrar hans og systkini voru enn […]

Kosið um íþróttafólk ársins

Búið er að tilnefna átta konur og ellefu karla til íþróttafólks Mosfellsbæjar 2023. Eins og áður gefst bæjarbúum kostur á, ásamt íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar, að kjósa íþróttafólk ársins rafrænt á www.mos.is. Í nýjasta tölublaði Mosfellings má finna kynningu á íþróttafólkinu sem tilnefnt er og afrekum þess á árinu. Netkosning stendur yfir frá 30. nóvember […]

Jóga er tenging við hinn innri mátt

Íris Dögg Oddsdóttir flugfreyja, jógakennari og leiðsögumaður hefur það að markmiði að hjálpa fólki við að bæta heilsu og vellíðan. Jóga er talið elsta mannræktarkerfi veraldar og miðar að þroskun líkama, hugar og sálar. Orðið jóga þýðir tenging eða sameining við hinn innri mátt. Allir geta stundað jóga óháð aldri eða líkamlegri getu og það […]

Þolinmæði Aftureldingar á þrotum

Formannafundir Aftureldingar fóru fram á dögunum þar sem formenn allra 11 deilda Aftureldingar hittust og fóru yfir málin. Mikill órói er meðal Aftureldingarfólks eftir að hafa séð drög að fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar sem tekin hefur verið til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Samráðsvettvangur Mosfellsbæjar og Aftureldingar var settur á laggirnar haustið 2018 um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja […]

Gert ráð fyrir rekstrarafgangi í fyrsta skipti frá árinu 2019

Fjár­hags­áætl­un Mos­fells­bæj­ar var lögð fram til fyrri um­ræðu í bæj­ar­stjórn þann 8. nóv­em­ber og er lögð áhersla á ábyrg­an rekst­ur og áfram­hald­andi upp­bygg­ingu inn­viða, hátt þjón­ustu­stig og lág gjöld til barna­fjöl­skyldna. Þjón­usta við börn og fjöl­skyld­ur Í fjár­hags­áætl­un árs­ins 2024 er gert ráð fyr­ir því að Mos­fells­bær verði áfram með lægstu gjöld­in í leik­skól­um á […]

Framtíðarsýn á íþrótta­svæðinu að Varmá

Að Varmá koma þúsundir Mosfellinga og gesta á ári hverju til að stunda ýmiss konar íþróttir. Því er mikilvægt að vanda til verka og vera með skýra framtíðarsýn þegar kemur að áframhaldandi uppbyggingu, þar sem aðstaðan er komin að þolmörkum. Nýr meirihluti fékk verkefnalista frá fyrra kjörtímabili sem er skrifaður inn í skýrslu sem Efla […]

Skráningardagar á leikskólum og endurskoðun leikskólagjalda

Snemmsumars var samþykkt að taka upp skráningardaga í leikskólum bæjarins. Vinnulag sem átti að leysa tvær áskoranir í leikskólastarfinu; vinnutímastyttingu starfsmanna og mönnunarvanda sem meðal annars þurfti að mæta með lokun deilda. Á fundum kom ósjaldan fram sú trú margra að þetta verklag myndi stórbæta mönnun því fólk fengist frekar til starfans. Á sama tíma […]

Mennt er máttur og lestur er grunnurinn

Íslenskt atvinnulíf og samfélag á allt undir því að börnin okkar komi heilsteypt og full sjálfstrausts út úr menntagöngu sinni. Læsi er þar lykilbreyta. Tungumálið opnar dyr að menningu þjóða og hefur reynst lykilþáttur í inngildingu þeirra sem flytjast til Íslands. Undanfarin ár hafa komið fram mælingar sem sýna vaxandi áskorun íslenskra barna þegar kemur […]

Jólagjöfin í ár

Nú er sá árstími þar sem margir eru að brjóta heilann um hvað skuli gefa í jólagjafir. Slíkt getur stundum verið þrautin þyngri þar sem mörg okkar eigum nóg af alls konar. Fæstir vilja hvorki gefa né fá óþarfa og þá er bara að leggja höfuðið í bleyti. Loftslagsvænar jólagjafir Sífellt fleiri eru orðnir meðvitaðir […]

Uppbygging að Varmá – tafir og svikin loforð

Í ljósi þeirrar dapurlegu staðreyndar að Afturelding er búin að segja sig úr samráðsvettvangi Mosfellsbæjar og Aftureldingar er mikilvægt að koma á framfæri eftirfarandi staðreyndum. Á síðasta kjörtímabili starfaði samráðsvettvangurinn að því að ná samkomulagi milli Mosfellsbæjar og Aftureldingar um heildarsýn og forgangsröðun að uppbyggingu á íþróttasvæðinu að Varmá. Samkomulag náðist sem var samþykkt af […]

Logn í skóginum

Skógræktarfélag Mosfellsbæjar verður með sína árlegu jólatrjáasölu í Hamrahlíð við Vesturlandsveg dagana 9.–23. desember. Laugardaginn 9. desember kl. 13-14 verður opnunarhátíð í Hamrahlíðinni þar sem fyrsta jólatréð mun verða sagað, Mosfellskórinn syngur nokkur lög og Ævintýraverur úr Leikhópnum Lottu munu skemmta börnunum svo eitthvað sé nefnt. Að sjálfsögðu munu jólasveinar láta sjá sig og svo […]

Minna er meira

Ég kynntist Steve Maxwell í Danmörku fyrir rúmum 17 árum á þriggja daga námskeiði fyrir ketilbjölluþjálfara. Hann var einn af aðaþjálfurunum og stóð heldur betur undir væntingum, frábær þjálfari og fyrir utan æfingasalinn skemmtilegur og lifandi karakter sem hefur gert og upplifað margt í tengslum við íþróttir, æfingar og lífið sjálft. Við mynduðum sterk tengsl […]

Blómsveigur lagður að minnisvarða um Ólafíu Jóhannsdóttur

Sunnudaginn 22. október var haldin guðsþjónusta í Lágafellskirkju í tilefni af því að 160 ár eru frá því að Ólafía Jóhannsdóttir fæddist að Mosfelli. Hún beitti sér fyrir stofnun Hins íslenska kvenfélags 1894 og Hvítabandsins 1895. Hvatti til stofnunar Háskóla Íslands og helgaði líf sitt líknarmálum. Eftir guðsþjónustuna var haldið að Mosfelli og lagður blómsveigur […]

Það á ekki að kosta neitt að nota sína eigin peninga

Haukur Skúlason hefur starfað á fjármálamarkaði síðan 2005, í dag er hann framkvæmdastjóri Indó sparisjóðs og annar stofnenda hans. Samhliða störfum sínum hefur Haukur kennt fjölmörg námskeið á sviði fjármála, rekstrar og nýsköpunar. Indó sparisjóður hóf starfsemi 30. janúar 2023. Starfsemin sker sig frá íslensku bönkunum með því að búa til samfélag í kringum þjónustuna […]

Hreppaskjöldurinn í Miðdal

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós fór fram 12. október í aftakaveðri. Þrátt fyrir það var metmæting en sýningin fór fram á Kiðafelli og voru þar veitt verðlaun fyrir góðan árangur í sauðfjárrækt. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Þá fengu […]