Entries by mosfellingur

Ég játa mig sigraða

Anita Pálsdóttir segir ótrúlega sárt að geta ekki hugsað um barnið sitt. Downs-heilkenni er litningafrávik sem veldur þroskahömlun. Um það bil eitt af hverjum 800 börnum fæðast með heilkennið sem þekkt er um allan heim, þvert á heimssvæði og kynþætti. Anita Pálsdóttir eignaðist barn með Downs-heilkenni árið 2006. Hún segir að það hafi verið henni […]

Nýtt flokkunarkerfi tekið í notkun á næstu vikum

Það styttist í að Mosfellingar fái afhentar nýjar tunnur, körfur og bréfpoka undir matarleifar. Nýtt og samræmt flokkunar­kerfi verður innleitt á næstu vikum þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Stærsta breytingin er sú að íbúar fá tunnu fyrir matarleifar ásamt tunnu fyrir pappír og plast. Sorptunnurnar verða endurmerktar en sú gráa verður […]

Rekstrarniðurstaða ársins 2022

Í ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 má vissulega sjá að rekstrarumhverfið undanfarið hefur ekki verið hagstætt. Mosfellsbær býr þó vel að ábyrgri fjármálastjórn undanfarinna ára þar sem meðal annars voru teknar góðar ákvarðanir í hagstæðum lántökum sem greiddu upp önnur óhagstæðari lán og skuldbindingar sveitarfélagsins. Fyrir heimsfaraldurinn lækkaði skuldahlutfall bæjarins því hratt þrátt fyrir stöðuga […]

Tónlist og tímabil

Tónlist er mögnuð. Tónlist getur haft upplífgandi, hressandi, róandi, hvetjandi, skapandi og margs konar áhrif á okkur sem hlustum. Ég er ekki alæta á tónlist, en get hlustað á margt. Ég hef farið í gegnum nokkur ólík tímabil þar sem fátt komst að í einu. Það fyrsta sem kveikti almennilega í mér var þegar Maggi […]

Verum stórhuga í menningarmálum

Sögukvöldið í Hlégarði þann 30. mars síðastliðinn fór fram úr okkar björtustu vonum, sjálfur var ég þó sannfærður um að við gætum fyllt Hlégarð af Mosfellingum ef við hefðum eitthvað áhugavert fram að færa. Saga Mosfellsveitar er stórmerkileg og við bæjarbúar ættum öll að vera henni kunnug. Mikið af heimildum eru til staðar bæði í […]

Mannleg samskipti fram yfir símana

Þetta er setning sem ég nota í kennslu hjá mér, oftast virða þau það og við tölum um hversu mikilvægt það er að geta hlustað á hvert annað og hvílt símana á meðan. Það þarf ekki að segja það hér að „síminn getur eitrað sálina“ við vitum það öll. Við vitum að þetta tæki hefur […]

Úthlutun lóða við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis

Mosfellsbær hefur ákveðið út­hlut­un­ar­skil­mála og lág­marks­verð lóða í 5. áfanga Helga­fells­hverf­is. Inn­an 5. áfanga verða fjöl­breytt­ar gerð­ir íbúða sem mynda bland­aða byggð í hlíð á móti suðri. Í þess­ari út­hlut­un er ósk­að eft­ir til­boð­um í bygg­ing­ar­rétt ann­ars veg­ar fjög­urra fjöl­býla með 12 íbúð­um hvert, alls 48 íbúð­ir, og hins veg­ar sjö rað­húsa, alls 24 íbúð­ir. […]

Starfsemi eldri kylfinga blómstrar

Vorið 2022 hófst markviss vinna við að efla og styrkja starfsemi eldri kylfinga Golfklúbbs Mosfellsbæjar og hópurinn GM snillingar 65+ þá stofnaður. Markmið hópsins er fyrst og fremst að stuðla að betri andlegri og líkamlegri heilsu eldri kylfinga auk þess að efla félagsleg tengsl. Hópurinn hefur aðgang að aðstöðu Golfklúbbsins alla miðvikudagsmorgna, úti á sumrin […]

Danssporið hefur opnað í Kjarna

Danssporið studio opnaði nýverið í Kjarnanum Þverholti en það er Mosfellingurinn Marín Mist sem á og rekur Danssporið. „Ég opnaði í Sóltúni í Reykjavík síðasta haust en er að flytja í Mosó um þessar mundir. Það er kynningarnámskeið í gangi núna hér í Mosó sem endar með nemendasýningu í lok apríl. Svo byrjar sumarnámskeið 8. […]

Þetta krefst samvinnu og virðingar

Fríða Rut Heimisdóttir eigandi Regalo segir markaðinn alltaf tilbúinn í eitthvað nýtt og ferskt. Í ársbyrjun 2003 stofnuðu hjónin Fríða Rut Heimisdóttir og Vilhjálmur Hreinsson fyrirtæki undir nafninu Regalo. Þau flytja inn hár- og snyrtivörur fyrir fagfólk og hafa verið óhrædd við að fara ótroðnar slóðir enda með ein bestu vörumerki á markaðnum í dag. […]

Úr úrvalsdeild í Úkraínu í Aftureldingu

Afturelding hefur fengið markvörðinn Yevgen Galchuk til liðs við sig fyrir átökin í Lengjudeild karla í sumar. Yevgen er 31 árs gamall Úkraínumaður en hann á yfir hundrað leiki að baki í efstu deild í Úkraínu. Yevgen lék síðast með FC Mariupol í úrvalsdeildinni í fyrravetur en félagið var lagt niður eftir innrás Rússa í […]

FMOS: Alltaf á tánum

Í FMOS leggjum við metnað í að þróa kennsluhætti og námsefni reglulega. Námið í FMOS er verkefnamiðað leiðsagnarnám, sem þýðir að nemendur fá leiðsögn eftir hvert verkefni og hluti af námi nemenda felst í því að tileinka sér leiðsögnina, sem leiðir þá áfram skref fyrir skref í átt að framförum (e. feed forward). Til að […]

Austurríska gulrótin

Um 20 Mosfellingar og reykvískur vinur þeirra ætla að taka þátt í skemmtilega krefjandi Spartan Race þrautahlaupi í Kaprun í Austurríki í september. Við erum byrjuð að æfa fyrir þrautina, saman og sitt í hvoru lagi. Það er ótrúlega gaman að hafa eitthvað ákveðið að vinna að, eitthvað sem hvetur mann til dáða. Það er […]

Korpa – gömul afbökun?

Í Morgunblaðinu þann 29.3.2023 er sagt frá undirbúningi að nýju hverfi syðst í landi Blikastaða. Þetta nýja hverfi er nefnt Korputún. Mér þykir þetta heiti alveg ótækt enda mun ábyggilega vera til heppilegra örnefni í landi Blikastaða en að sækja það til Reykjavíkur. Orðið Korpúlfsstaðaá og stytting í Korpu mun ábyggilega ekki vera gamalt í […]

Menning í mars komin til að vera

Við sem höfum nú starfað saman í menningar og lýðræðisnefnd í tæpt ár erum einstaklega þakklát fyrir þann heiður sem það er að vinna með þennan mikilvæga málaflokk sem snertir alla íbúa bæjarins. Gott menningarlíf eflir bæjarbraginn og það er okkur í nefndinni mikilvægt að bæjarbúar hafi tækifæri til að koma saman og njóta lista […]