Entries by mosfellingur

Þetta er ótrúlega gaman og gefandi

Þorrablót á uppruna sinn að rekja til 19. aldar, íslensk veisla með þjóðlegum mat, drykkjum og siðum. Mosfellingar láta ekki sitt eftir liggja í þeim efnum en þorrablót Aftureldingar er orðinn fastur liður hjá mörgum bæjarbúum í janúar. Óhætt er að segja að blótið sé einn stærsti viðburður sem fram fer innandyra í Mosfellsbæ ár […]

23 nemendur brautskráðir frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ

Útskriftarhátíð Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 20. desember við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Bjarkarholt. Að þessu sinni voru 23 nemendur brautskráðir. Af félags- og hugvísindabraut voru brautskráðir þrír nemendur og þrír af náttúruvísindabraut. Af opinni stúdentsbraut – almennu kjörsviði voru brautskráðir 15 nemendur og af hestakjörsviði tveir. Í ræðu Valgarðs Más Jakobssonar […]

Fyrsti Mosfellingur ársins kom í heiminn á nýársnótt

Fyrsti Mosfellingur ársins 2025 er drengur sem fæddist á Landspítalanum kl. 03:25 þann 1. janúar og mældist 3.690 gr og 53 cm. Foreldrar hans eru þau Jóna Magnea Magnúsdóttir Hansen og Snorri Pálsson, fyrir eiga þau soninn Jakob Hrannar sem er 9 ára. Litli drengurinn hefur fengið nafnið Þorlákur Hrannar en skírn hans mun fara […]

Magnús Már valinn Mosfellingur ársins

Mosfellingur ársins 2024 er Magnús Már Einarsson þjálfari meistaraflokks karla hjá Aftureldingu. Maggi, eins og hann er alltaf kallaður, afrekaði það á síðasta tímabili að koma liði sínu í efstu deild. Þetta er í fysta skipti sem karlalið Aftureldingar spilar í deild þeirra bestu en síðasta haust átti knattspyrnudeildin 50 ára afmæli. „Ég er mjög […]

Tökum framtíðina í okkar hendur

Gleðilegt nýtt ár kæru Mosfellingar! Það er eitthvað heillandi við nýárssólina sem vermir okkur þessa fyrstu janúardaga og gefur fyrirheit um bjartari framtíð. Aðventan og jólin að baki með jólaskreytingum sem lýsa upp umhverfið í myrkasta skammdeginu. Desember er skemmtilegur tími í starfi bæjarstjóra, það er mikið um viðburði á vegum bæjarins, kirkjunnar, félagasamtaka og […]

100% samvera

Lífið er púsl. Vinna, skóli, verkefni, áhugamál, æfingar, fjölskylda, vinir, viðburðir og svo framvegis. Það getur verið snúið að láta plön ganga upp, ná því sem maður ætlaði að ná. Oftar en ekki kemur eitthvað upp á sem breytir plönum, eitthvað óvænt sem þarf að sinna eða tækla. Ég á stundum erfitt með þetta. Finnst […]

Fjórir Mosfellingar taka þátt í Team Rynkeby verkefninu

Team Rynkeby er góðgerðarverkefni sem hófst í Danmörku árið 2002 þegar nokkrir starfsmenn danska safaframleiðandans Rynkeby Foods ákváðu að hjóla frá Danmörku til Parísar. Fyrirtækið var aðalstyrktaraðili ferðarinnar, en einnig fengust styrkir frá öðrum fyrirtækjum. Það gekk mjög vel að safna styrkjum, það vel að það varð afgangur og var hann gefinn deild krabbameinssjúkra barna […]

Málefni barna eru mér hugleikin

Leikskólinn Reykjakot tók til starfa í febrúar 1994. Í skólanum eru fimm deildir er rúma 85 börn. Lögð er áhersla á málrækt, sköpun og leik barna. Útivera er mikilvægur þáttur í þroska hvers barns og nýtur leikskólinn góðs af ósnortinni og stórkostlegri náttúru Mosfellsbæjar. Þórunn Ósk tók við stöðu leikskólastjóra Reykjakots árið 2017. Málefni barna […]

Mosfellskt tónlistarfólk styður við mosfellska knattspyrnu

Það er frábært að sjá hversu skemmtilegt samstarf hefur myndast á milli mosfellskra tónlistarmanna og knattspyrnunnar hjá Aftureldingu. KALEO hefur verið framan á búningum meistarflokks karla síðastliðin þrjú ár en um var að ræða sögulegan samning sem hefur vakið heimsathygli frá upphafi. Þrír af meðlimum Kaleo spiluðu fótbolta með yngri flokkum Aftureldingar og þótti Jökull […]

Hver er Mosfellingur ársins 2024?

Val á Mosfellingi ársins 2024 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í 20. sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt […]

Fyrsti heiti pottur sinnar tegundar fyrir hreyfihamlaða

Mos­fells­bær, mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­ið og Römp­um upp Ís­land hafa skrifað undir vilja­yf­ir­lýs­ingu um fjár­mögn­un á heit­um potti með rampi fyr­ir hreyfi­haml­aða við Lága­fells­laug. Lága­fells­laug er ein fjöl­sótt­asta sund­laug lands­ins með um 224.000 heim­sókn­ir á ári og er afar vin­sæl með­al barna­fjöl­skyldna. Mun heiti pott­ur­inn með að­gengi fyr­ir öll bæta enn ­frek­ar þjón­ustu og að­gengi fyr­ir […]

Metnaðarfull fjárfestingaráætlun

Nýverið samþykkti bæjarstjórn fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2025. Um er að ræða metnaðarfulla rekstrar- og fjárfestingaráætlun. Fjárfestingarnar endurspegla þann vöxt sem hefur átt sér stað í Mosfellsbæ síðustu árin en auk þess er nauðsynlegt að huga að viðhaldi eldri mannvirkja. Samtals hljómar fjárfestingaráætlun í A- og B-hluta upp á rúma 4 ma. króna. Þar af […]

Bætum almenningssamgöngur! En ekki núna …

Það hljómar kannski ankannalega en stefnan meirihluta Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar í bæjarstjórn Mosfellsbæjar virðist einmitt vera þessi. Meirihlutinn samþykkti í haust uppfærslu á samgöngusáttmála fyrir höfuðborgarsvæðið. Að mati okkar í Vinum Mosfellsbæjar felur uppfærslan í sér óljósan ávinning fyrir íbúa bæjarins þegar horft er til næstu ára eða áratugar, en á sama tíma allveruleg […]

Börnin í forgrunni

Meirihluti B-, S- og C-lista í bæjarstjórn Mosfellsbæjar leggur mikla áherslu á málefni barna og ungmenna og fjölskyldna þeirra enda vitum við að það þarf þorp til að ala upp barn. Eins og komið hefur fram samþykkti bæjarstjórn að setja fram sérstaka aðgerðaáætlun í þágu barna árið 2025. Sú aðgerðaáætlun er einstök í starfi sveitarfélagsins. […]

Nútíma stjórnsýsla

Þegar núverandi meirihluti í Mosfellsbæ tók við árið 2022 var fljótlega ákveðið að ráðast í úttekt á stjórnsýslu og rekstri með það fyrir augum að bæta þjónustu við íbúa og gera reksturinn skilvirkari. Strategía, ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í úttektum og umbótum, framkvæmdi úttektina. Þar var lagður grunnur að nýju skipulagi þar sem horft var […]