Entries by mosfellingur

Bæjarhátíð í 20 ár

Bæjarhátíðin Í túninu heima verður sett fimmtudaginn 28. ágúst næstkomandi og fagnar 20 ára afmæli í ár. Í tilefni afmælisins var nýtt merki hátíðarinnar kynnt sem auglýsingastofan ENNEMM á heiðurinn af. Bæjarhátíðin var haldin í fyrsta sinn árið 2005 en það var þáverandi garðyrkjustjóri bæjarins, Oddgeir Þór Árnason, sem vann að undirbúningnum og átti frumkvæði […]

Menningin, sagan, Álafoss og ullin

Í aðdraganda bæjarhátíðarinnar Í túninu heima leitar menningin á hugann. Á bæjarhátíðinni birtist bæjarmenningin skýrt. Bæjarbúar, félög og fyrirtæki taka þátt með ýmsum viðburðum og uppákomum sem draga til sín bæði okkur íbúana og aðra gesti. Við hittum nágranna á förnum vegi og eigum jákvæð samskipti við fólk sem við höfum kannski aldrei hitt áður. […]

Í TÚNINU HEIMA 2025 – DAGSKRÁ

Bæjarhátíðin Í túninu heima verður haldin 28. til 31. ágúst og fagnar hátíðin 20 ára afmæli í ár. Dagskráin er fjölbreytt og glæsileg að vanda. Hátíðin verður formlega sett á hátíðardagskrá í Hlégarði á fimmtudegi. Þá fer fram útnefning bæjarlistamanns og veittar verða umhverfisviðurkenningar. Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki leggja sitt af mörkum til hátíðarinnar og […]

Að áliðnu sumri

Ég hef búið í Mosfellsbæ allar götur síðan í ársbyrjun 1983 og alltaf í sama húsinu. Hér hef ég átt góð ár þar sem börnin okkar hjóna ólust upp og við notið vináttu og velvildar ótalmargra góðra granna gegnum árin. Já, þar sem okkur líður vel þar er alltaf gott að búa. Á þessum rúmlega […]

Uppbygging öldrunarþjónustu í Mosfellsbæ

Eir hjúkrunarheimili er sjálfseignarstofnun með staðfesta skipulagsskrá, sem var stofnað til árið 1993 á grundvelli samfélagslegra hugsjóna, án allra hagnaðarsjónarmiða. Tilgangurinn með stofnun Eirar var að veita framúrskarandi öldrunarþjónustu til hrumra og veikra sem eru í þörf fyrir slíka þjónustu. Mosfellsbær varð aðili að Eir í nóvember árið 2002 og stendur að sjálfseignarstofnuninni ásamt Reykjavíkurborg, […]

Vetrarstarfið fjölbreytt og skemmtilegt

Kæru Mosfellingar Íþróttir og annað félagsstarf er mikilvægur þáttur í uppeldi barna og ungmenna á Íslandi í dag og er framboð íþróttagreina í bænum okkar eins og best verður á kosið. Við hjá Aftureldingu tökum vel á móti komandi vetri og bjóðum áfram upp á fjölbreytt og vandað starf innan 11 íþróttagreina. Okkar markmið er […]

Í túninu heima 20 ára

Bæjarhátíðin Í túninu heima verður haldin 28. til 31. ágúst og fagnar hátíðin 20 ára afmæli í ár. Dagskráin er fjölbreytt og glæsileg að vanda. Hátíðin verður formlega sett á hátíðardagskrá í Hlégarði á fimmtudegi. Þá fer fram útnefning bæjarlistamanns og veittar verða umhverfisviðurkenningar. Allir taka þátt Íbúar, félagasamtök og fyrirtæki leggja sitt af mörkum […]

Samstaða um það mikilvægasta

Ég var að lesa Líf á jörðinni okkar. Bókin kom út fyrr á þessu ári, höfundurinn, David Attenborough, er ekki nema 99 ára, kýrskýr og hvetjandi. Bókin sem ég las á undan henni, Lífið í skóginum (Walden), eftir Henry David Thoreau, kom fyrst út árið 1854 – fyrir tveimur góðum mannsöldrum. Báðar fjalla í grunninn […]

Hef alla tíð verið tengd náttúrunni

Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur lét draum sinn rætast árið 2011 þegar hún stofnaði Ræktunar- og fræðslusetur að Dalsá í Mosfellsdal. Þar eru kjöraðstæður bæði til ræktunar og námskeiðahalds, í jaðri höfuðborgarsvæðisins, upp í sveit en þó nærri þéttbýlinu. Markmiðið með starfsemi setursins er að aðstoða fólk við að tengjast náttúrunni, efla lífræna ræktun í heimilisgörðum […]

Nýtt sam­komulag fel­ur í sér þreföld­un hjúkr­un­ar­rýma

Samkomulag sem undirritað var þriðjudaginn 1. júlí felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reisa á nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Alls verða því 99 hjúkrunarrými í Mosfellsbæ. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu samkomulagið í sól og blíðu utan við […]

Ávísun á fleiri ævintýri

Styrktarmótið Palla Open var haldið fimmta árið í röð í byrjun júní. Mótið fer stækkandi ár hvert og er orðið stærsta golfmót sinnar tegundar hér á landi. Að þessu sinni voru það 244 kylfingar sem tók þátt og ríkti mikil gleði á Hlíðarvelli þennan dag í blíðskaparveðri. Framlag Golfklúbbs Mosfellsbæjar er til fyrirmyndar en allt […]

Nýr leikskóli í Helgafellshverfi

Mos­fells­bær fagnaði opn­un nýs og glæsi­legs leik­skóla í Helga­fellshverfi þann 30. júní en hann hefur fengið nafnið Sum­ar­hús. Opn­un leik­skól­ans er stór og mik­il­væg­ur áfangi í bættri þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur í sveit­ar­fé­lag­inu. Leik­skól­inn er sér­stak­lega hann­að­ur og byggð­ur með þarf­ir barna og starfs­fólks að leið­ar­ljósi. Efla þjónustu við yngstu íbúa bæjarins „Þessi dag­ur […]

Tækifæri til eflingar atvinnumála í Mosfellsbæ

Mikil uppbygging atvinnusvæða á sér nú stað í Mosfellsbæ og mun sú uppbygging halda áfram á næstu árum. Tækifæri eru til þess að efla atvinnulíf og fjölga fyrirtækjum í Mosfellsbæ samhliða þessari uppbyggingu auk þess sem tækifæri eru fyrir hendi hvað varðar fjölbreytta nýsköpun. Verið er að leggja lokahönd á atvinnustefnu Mosfellsbæjar og færi vel […]

Breytingar á nefndaskipan – mikilvægi atvinnu og nýsköpunarnefndar

Málefni vorsins hjá bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa verið umræður um breytingar á nefndaskipan og fastaráðum bæjarins. Þessi umræða var hluti af stærra máli sem eru hagræðingaraðgerðir bæjarins og er efni í annan pistil. En hvað varðar fastanefndir var tillagan sú að þrjár nefndir yrðu lagðar niður eða sameinaðar öðrum. Það var á margan hátt áhugaverð nálgun, […]