Entries by mosfellingur

Pílus fagnar 40 ára afmæli

Þann 1. maí 1985 var Pílus hársnyrtistofa stofnuð í Mosfellsbæ og á því 40 ára afmæli um þessar mundir. Ingibjörg Jónsdóttir tók við stofu sem hét Rakarastofa Mosfellsbæjar og breytti nafninu í Pílus. Ingibjörg rak stofuna til 1. maí 2007 en þá tók núverandi eigandi Ragnhildur Bergþórsdóttir við og rekur stofuna enn. Stofan hefur verið […]

Dóri DNA bakar kryddbrauð fyrir gesti á Blikastöðum

Laugardaginn 14. júní bjóða Blikastaðir gestum í heimsókn. Hægt verður að kynna sér fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu og njóta veitinga og skemmtunar. Mosfellingurinn Dóri DNA hefur að undanförnu verið fenginn sem ráðgjafi í málefnum Gamla bæjarins á Blikastöðum sem hann segir eiga eftir að vaxa sem skæsleg miðstöð þjónustu. Horfa inn í framtíðina „Ég hef […]

Gaman að sjá börnin taka framförum

Ítalinn Fabio La Marca stofnaði Ungbarnasund hjá Fabio vorið 2018. Áhugi hans á ungbarnasundi kviknaði þegar hann fékk að fylgjast með í tímum, þjálfun í vatni, í námi sínu í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Í dag kennir Fabio ungbarnasund á Reykjalundi, hann segir dýrmætt að finna fyrir þeirri tengingu sem myndast við börn […]

Matvöruverslunin Delí opnar í Kjarna

Á dögunum opnaði verslunin Delí í Kjarnanum, Þverholti 2. Það eru þau Przemyslaw Kosiorowski, Mateusz Kubas og Izabela Grajewska sem reka verslunina, en þau koma öll frá Póllandi þó að Izabela hafi búið lengur á Íslandi en í Póllandi. „Hugmyndin kom frá manninum mínum og besta vini hans, við tókum höndum saman og fórum í […]

Álafosshlaupið fer fram 12. júní

Álafosshlaup Scarpa fer fram fimmtudaginn 12. júní og verður ræst kl. 18:00 við Varmárvöll. Hlaupið á sér langa sögu en það var fyrst haldið árið 1921 að frumkvæði Sigurjóns Péturssonar á Álafossi. Í dag er það orðið fastur liður í bæjarlífinu og hefur hlaupurum fjölgað vel á síðustu árum. Frjálsíþróttadeild Aftureldingar sér um skipulagningu hlaupsins. […]

Foreldrar þurfa bara að redda þessu — aftur(!)

Mosfellsbær hefur hampað sér fyrir að vera með lægstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu — en á sama tíma er þjónustan að skerðast fyrir foreldra og börn. Má þar nefna fyrirkomulag sumarleikskólans sem er enn ein skerðingin sem foreldrar átta sig jafnvel ekki enn á. Tilgangur sumarleikskólans er nefnilega ekki að koma til móts við fjölskyldurnar í […]

Stofutónleikar í allt sumar

Stofutónleikar Gljúfrasteins hefjast sunnudaginn 8. júní en blásið verður til tónleika alla sunnudaga kl. 16 í sumar. Aðgangseyrir er 3.900 kr. og eru miðar seldir í afgreiðslu Gljúfrasteins á tónleikadegi. Einvalalið tónlistarfólks mun stíga á stokk. Tónleikarnir hafa verið fastur liður á safninu frá árinu 2006, en í tíð Halldórs og Auðar voru reglulega haldnir […]

Krakkarnir kusu þrautabraut á vatni, aparólu og snúningsrólu

Kosningu í lýðræðis- og þátttökuverkefninu Krakka Mosó 2025 er lokið og voru 1.179 krakkar á mið- og unglingastigi í Mosfellsbæ á kjörskrá. Alls greiddu 997 krakkar atkvæði og reyndist kjörsókn því um 85%. Það að útfæra Okkar Mosó sem Krakka Mosó 2025 er mikilvægt skref í því að efla börn sem virka þátttakendur í lýðræðislegu […]

Ársreikningur Mosfellsbæjar 2024

Ársreikningur Mosfellsbæjar fyrir árið 2024 var samþykktur í bæjarstjórn á dögunum. Fulltrúar meirihlutans ásamt bæjarstjóra hafa lýst yfir mikilli ánægju með niðurstöðu ársreikningsins. Það er margt jákvætt við niðurstöðuna, en ekki er allt sem sýnist og höfum við fulltrúar D-lista bent á það í umræðunni. Þótt ársreikningur A- og B-hluta sýni jákvæða rekstrarniðurstöðu verður að […]

Grúskað í gömlum heimildum

Í fyrra sem leið mátti minnast þess að hálf öld var liðin frá því að Páll Ísólfsson (fæddur 1893) var allur. Hann var landsþekktur fyrir tónlist sína bæði sem orgelleikari við Dómkirkjuna og sem stjórnandi ýmissa kóra og hljómsveita. En líklega mun hann vera einna þekktastur fyrir tónsmíðar sínar. Einna hæst er úr „Úr myndabók […]

Skólahald á Blikastaðalandi

Nú styttist í að deiliskipulag Blikastaðalands verði tekið til umræðu og staðfestingar og þá þarf að taka ákvarðanir er snúa að uppbyggingu innviða á svæðinu. Eitt af því sem þarf að skoða er hvernig uppbygging t.d. skólamannvirkja á að vera. Ljóst er að uppbygging þessara mannvirkja hleypur á milljörðum króna og því skiptir máli að […]

Reykjalaug – Minjar undir malbiki

Í Mosfellingi sem kom út í júlí á síðasta ári var greint frá rannsókn sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands gerði í þeim tilgangi að reyna að staðsetja leifar Reykjalaugar undir Reykjavegi. Þar kom fram að niðurstöður rannsóknarinnar væru þær að laugin væri á sínum stað undir veginum. Reykjalaugar er víða getið í heimildum. Sérstaklega frá 18. […]

Fljótandi veitingar

Það er mikið í umræðunni núna hvort það sé rétt að selja bjór á íþróttaleikjum. Tvö sjónarmið takast á – annars vegar forvarnarsjónarmiðið sem segir að íþróttir og áfengi fari aldrei saman og hins vegar viðburðasjónarmiðið sem setur íþróttaleiki á hæsta stigi í sama flokk og aðra viðburði sem fjöldi fólks velur að mæta á. […]

Harry Potter og London baby!

Það fór fjörugur hópur frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ til London þann 8. maí í Harry Potter ferð. Þetta var hluti af nemendum úr Harry Potter áfanga sem var kenndur á vorönn 2025. Planið var að fara í leikhús að sjá Harry Potter and The Cursed Child og fara á Harry Potter safnið. Þetta er í […]

Nýtt stemningslag að fæðast

Það er einhver undiralda í gangi í Mosfellsbænum núna. Við erum að spila í bestu deildum landsins nánast daglega og það er byrjað að vaxa hár á formanninn Geira Slæ,“ segir Steindi Jr. „Það er allt að sjóða upp úr af stemningu, svo við ákváðum að henda í nýtt lag, tileinkað Mosfellsbæ og Aftureldingu… og […]