Entries by mosfellingur

Kötturinn Emil hvarf sporlaust í sjö ár

Það var á dimmu, köldu vetrarkvöldi að kötturinn Emil hvarf sporlaust frá heimili sínu í Mosfellsbæ, aðeins tveggja ára gamall. Heimilisfólkið og kisubróðir hans, Felix, leituðu hans logandi ljósi en allt kom fyrir ekki, Emil fannst hvergi. Langur tími leið í óvissu, þau söknuðu hans sárt og vissu ekki hvar hann var eða hvort hann […]

Bylgja Bára sækist eftir 2. sætinu

Bylgja Bára Bragadóttir býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Bylgja hefur starfað sem sölustjóri í rúmlega tuttugu ár og býr yfir umfangsmikilli reynslu á sviði stjórnunar, teymisvinnu og reksturs. Bylgja er menntaður stjórnenda markþjálfi og hefur sérhæft sig í leiðtogafærni og samskiptum. Hún hefur mikinn áhuga á málefnum Mosfellsbæjar og […]

Hjörtur býður sig fram í 4. sæti

Hjörtur Örn Arnarson býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 31. janúar. Hjörtur hefur tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum á kjörtímabilinu, meðal annars sem varabæjarfulltrúi, aðalmaður í fræðslunefnd og menningar-, íþrótta- og lýðheilsunefnd, einnig sem varamaður í skipulagsnefnd. Hann er landfræðingur með framhaldsmenntun í kortagerð og landmælingum frá Danmörku ásamt því að […]

Mosfellsbær hlýtur viðurkenningu sem Barnvænt sveitarfélag

Það var hátíðlegur dagur í Mosfellsbæ þegar ungmennaráð tók við viðurkenningu frá UNICEF sem Barnvænt sveitarfélag. Viðurkenningarathöfnin fór fram í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ á degi mannréttinda barna en það eru 36 ár síðan Barnasáttmálinn var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Ungmennaráð Mosfellsbæjar leiddi viðurkenningarathöfnina með glæsibrag. Meðal viðstaddra voru Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri, Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri […]

12 ár

Sæll Sir, ég ætla að byrja að skrifa reglulega pistla um heilsu/hreyfingu/æfingar. Hefurðu áhuga á að fóstra þessa pistla í Mosfellingi? Að ég væri með fastan dálk þar.“ Þetta sendi ég Hilmari ritstjóra 1. ágúst 2013. Fékk til baka. „Já, er það ekki bara snilld?“ Hann var strax til í þetta, setti mér einn ramma, […]

Nanna Björt gefur kost á sér í 5. sæti

Nanna Björt Ívarsdóttir gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðis­manna sem fram fer þann 31. janúar 2026. Nanna Björt er tvítug og stundar nám við lagadeild Háskóla Íslands. „Ég hef mikinn áhuga á því hvernig samfélagið okkar þróast og hef alltaf haft gaman af því að taka þátt, hlusta og láta rödd […]

Elísabet gefur kost á sér í 3. sæti

Elísabet S. Ólafsdóttir gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer 31. janúar. Elísabet hefur búið í Mosfellsbæ frá árinu 1979 og starfaði sem skrifstofustjóri og sáttasemjari hjá Ríkissáttasemjara í rúmlega 40 ár. Elísabet hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfstæðis­flokksins bæði í Mosfellsbæ og á landsvísu. Hún hefur verið […]

Ragnar Bjarni býður sig fram í 4. sæti

Ragnar Bjarni Zoëga Hreiðarsson, hef ákveðið að bjóða mig fram í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fer þann 31. janúar 2026. „Ég geri það af því að ég trúi á bæinn okkar, á samfélagið sem við höfum byggt upp og á að við getum gert það enn betur saman. Á þessu kjörtímabili hef […]

Jana gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri

Jana Katrín Knútsdóttir gefur áfram kost á sér í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna sem fram fer 31. janúar. Jana er hjúkrunarfræðingur að mennt með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun frá Háskóla Íslands. Jana hefur starfað innan heilbrigðiskerfisins í um 16 ár og starfar í dag sem deildarstjóri á smitsjúkdómadeild Landspítala. Samhliða hefur hún sinnt […]

Magnús Ingi sækist eftir 6. sæti

Magnús Ingi Ingvarsson gefur kost á sér í 6. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fer fram 31. janúar 2026. Magnús er 32 ára og starfar í dag sem framkvæmdastjóri hjá Þitt öryggi og er einnig formaður Glímufélags Reykjavíkur. Hann er trúlofaður Thelmu Rut Hermannsdóttur og eiga þau saman tvö börn á leik- og grunnskólaaldri. „Ég […]

Hilmar býður sig fram í 1. sæti

Mosfellingurinn Hilmar Gunnarsson hefur ákveðið að gefa kost á sér til að leiða lista sjálfstæðismanna í komandi sveitarstjórnar­kosningum. Hilmar er flestum kunnugur en hann hefur gegnt stöðu ritstjóra bæjarblaðsins Mosfellings síðastliðin 20 ár. Þá hefur hann m.a. haldið utan um bæjarhátíðina Í túninu heima og félagsheimilið Hlégarð síðustu ár. Hilmar er giftur Oddnýju Þóru Logadóttur […]

Leikskólagjöld hækka um 2.900 kr.

Hækkun leikskólagjalda á næsta ári verður rúmlega 2.900 krónur á mánuði fyrir 8 tíma vistun með fæði, eða sem samsvarar um 9,5%. Þrátt fyrir þessa hækkun verður Mosfellsbær áfram með lægstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu. Engar breytingar verða gerðar á reglum um afslætti. Að hækka leikskólagjöld er aldrei létt ákvörðun. En hækkunin er nauðsynleg til að […]

Af hverju barnvænt sveitarfélag?

Á mannréttindadegi barna, þann 20. nóvember síðastliðinn, hlaut Mosfellsbær viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag. Verkefnið barnvæn sveitarfélög byggir á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var á allsherjarþingi þeirra árið 1989. Alþingi lögfesti samninginn árið 2013 og öðlaðist hann þá sömu stöðu og önnur löggjöf í landinu. Verkefninu barnvæn sveitarfélög er ætlað að styðja sveitarfélög til […]

Fjárfestum áfram í lýðheilsu og barnvænu samfélagi

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar var lögð fram til fyrri umræðu 12. nóvember sl. og endurspeglar hún áherslur meirihlutans um heilbrigt og fjölskylduvænt samfélag þar sem lýðheilsan er sett í forgang. Rekstur bæjarins stendur traustum fótum, heildartekjur áætlaðar um 24,7 milljarðar og rekstrarafgangur tryggður. Á sama tíma horfum við til áframhaldandi íbúafjölgunar og þar með aukinna krafna um […]

Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ

Það er ánægjulegt að sjá þegar sveitarfélag tekur forvarnarstarf alvarlega. Ákvörðun Mosfellsbæjar um að verja aukalega 100 milljónum króna í forvarnir er skýrt dæmi um slíka hugsun. Átakið hefur fengið nafnið „börnin okkar“ og felur í sér aukafjárveitingu uppá 100 milljónir sem verða notaðar í 27 viðbótaraðgerðir. Þær skiptast í þrjá þætti: Almennar forvarnir, snemmtækur […]