Mosfellsbær úthlutar 50 lóðum við Úugötu

Mosfellsbær hefur opnað fyrir úthlutun lóða við Úugötu í Helgafellshverfi. Í boði eru 50 lóð­ir þar sem gert er ráð fyr­ir 30 ein­býl­is­hús­um, átta par­hús­um (16 íbúð­ir) og einu fjög­urra ein­inga rað­húsi. Úugata er í skjól­sæl­um suð­ur­hlíð­um Helga­fells og er eitt glæsi­leg­asta bygg­ing­ar­svæði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Lóð­irn­ar sitja hátt í land­inu og það­an er mik­ið út­sýni. Í hverf­inu er lögð áhersla á fjöl­breytta byggð, vand­aða um­hverf­is­mót­un og góða teng­ingu við úti­vist­ar­svæði og ósnortna nátt­úru. Til­boð í lóð­ir skulu berast Mos­fells­bæ fyr­ir mið­nætti þann 19. júní. Nánari upplýsingar má finna á www.mos.is.