Fyrsti Mosfellingur ársins
Þann 4. janúar kl. 18:58 fæddist fyrsti Mosfellingur ársins 2016. Það var stúlka sem mældist 14 merkur og 52 cm. Foreldrar hennar eru þau Lovísa Rut Jónsdóttir og Björn Ingi Ragnarsson. Stúlkan er þriðja barn þeirra Lottu og Binga en fyrir eiga þau drengina Ragnar Inga 8 ára og Arnór Logi 5 ára. Fjölskyldan býr í Bjargslundi.
Fær nafn um páskana
„Ég var gangsett og allt gekk eins og í sögu. Við erum alveg í skýjunum með dömuna og hún er svakalega vær og góð. Við fengum að vita kynið á meðgöngunni og ætluðum varla að trúa því að við værum að fá stelpu. Bingi var sérstaklega montinn að þetta gæti hann,“ segir Lotta og hlær.
„Við ætlum að skíra hana um páskana en þeir bræður eru alveg með skoðun á því hvað hún á að heita.“
Mosfellingur óskar fjölskyldunni til hamingju með stúlkuna.