Íþróttamenn Aftureldingar

Telma Rut Frímannsdóttir og Pétur Júníusson.

Telma Rut Frímannsdóttir og Pétur Júníusson.

Telma Rut Frímannsdóttir karatekona og Pétur Júníusson handknattleiksmaður hafa verið valin íþróttakarl og kona Aftureldingar 2015.
Aðalstjórn félagsins stendur fyrir valinu og var hún einhuga í vali sínu. Úrslitin voru kunngjörð á þorrablóti Aftureldingar um síðustu helgi.

Eftirfarandi tilnefningar bárust frá deildum félagsins: Kristín Þóra Birgisdóttir (knattspyrnudeild), Kristinn Jens Bjartmarsson (knattspyrnudeild), Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir (handknattleiksdeild), Pétur Júníusson (handknattleiksdeild), María Guðrún Sveinbjörnsdóttir (taekwondodeild), Arnar Bragason (taekwondodeild), Fjóla Rut Svavarsdóttir (blakdeild), Jón Ólafur Bergþórsson (blakdeild), Telma Rut Frímannsdóttir (karatedeild), Aþena Karaolani (sunddeild), Arnór Róbertsson (sunddeild), Kristinn Breki Hauksson (badmintondeild), Guðlaug Bergmann Sigfúsdóttir (frjálsíþróttadeild), Guðmundur Ágúst Thoroddsen (frjálsíþróttadeild).