Viktoría Unnur nýr skólastjóri Krikaskóla
Viktoría Unnur Viktorsdóttir hefur verið ráðin í starf skólastjóra Krikaskóla frá og með 1. júní. Alls sóttu 11 einstaklingar um starfið og var Viktoría Unnur metin hæfust. Hún er með B.Ed. gráðu frá KHÍ, með áherslu á kennslu yngri barna, með diplómanám á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands og er að ljúka meistaragráðu í stjórnun og forystu í lærdómssamfélagi frá HA. Viktoría Unnur hefur starfað sem grunnskólakennari í Norðlingaskóla og verið verkefnastjóri og tengiliður við Háskóla Íslands í samevrópsku verkefni sem stuðlar að seiglu og þrautseigju hjá nemendum. Þá hefur hún reynslu af starfi sem deildarstjóri í leikskóla.