KALEO styður við stelpurnar
Mosfellska hljómsveitin KALEO hefur komist að samkomulagi við Aftureldingu um að styðja myndarlega við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu. Áður hefur hljómsveitin stutt við strákana með sögulegum samningi og nú bætist í hópinn. Gengið var frá samningi á fjölmennu styrktarkvöldi á dögunum sem fram fór í Félagsgarði í Kjós. Meðlimir KALEO voru þar heiðursgestir en hljómsveitin undirbýr nú tónleikaferðina Fight or Flight sem hefst strax í byrjun janúar á næsta ári.
KALEO-treyjur Aftureldingar hafa vakið verðskuldaða athygli að undanförnu og eru nú fáanlegar á www.afturelding.is.