Tekin við rekstri Blómasmiðjunnar
Mosfellingarnir Helga Kristjánsdóttir og Leifur Guðjónsson eru nýir eigendur að Blómasmiðjunni í Grímsbæ við Bústaðaveg.
„Við tókum við rekstrinum þann 1. júlí og erum mjög ánægð með viðtökurnar. Við erum með mikið úrval af afskornum blómum, pottablómum og fallegri gjafavöru. Við flytjum einnig sjálf inn ákveðnar vörur eins og reykelsi og fleira. Við leggjum mikið upp úr svokallaðri árstíðarbundinni gjafavöru eins og sumarblómum, jóla- og páskavörum og fleiru,“ segir Helga sem hefur unnið í faginu í 30 ár.
Góð og persónuleg þjónusta
„Úrvalið hjá okkur af samúðarskreytingum og samúðarkertum er mjög gott. Við erum með góða þjónustu fyrir brúðkaup, jarðarfarir og allt þar á milli, einnig erum við með heimsendingarþjónustu. Við reynum að vera með fjölbreytt úrval og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Svo leggjum við metnað okkar í það að veita góða og persónulega þjónustu,“ segir Helga.
„Búðin er vel staðsett með góðu aðgengi og nóg af bílastæðum og erum við ánægð með hvað Mosfellingar eru duglegir að koma og versla hjá okkur. Við hvetjum alla til að kíkja til okkar, það er opið alla daga,“ segir Leifur að lokum.