Nýr organisti í Lágafellssókn

Keith Reed hefur verið ráðinn sem tónlistarstjóri og organisti Lágafellssóknar og tekur til starfa í byrjun desember. Keith sem hefur áralanga reynslu af kórstarfi starfar nú sem organisti í All Saints Parish í Corning í New York. En þar býr hann ásamt konu sinni Ástu Bryndísi Schram. Keith er vel þekktur innan kirkjunnar og starfaði áður sem tónlistarstjóri og organisti hjá Lindakirkju og Breiðholtskirkju. Keith er menntaður í kórstjórn og söng og hefur verið nátengdur kirkjustarfi í fjöldamörg ár ýmist sem sjálfboðaliði eða tónlistarstjóri. Keith tekur við af Arnhildi Valgarðsdóttur sem sinnt hefur starfinu síðustu ár.