Við eigum bara eitt par…

jona

Jóna Björg Ólafsdóttir

Af hverju hugsar fólk ekki betur um fæturna sína? Ef þér er illt í tönninni þá ferðu til tannlæknis. Ef þér er illt í hnénu þá ferðu til sjúkraþjálfara. En ef þér er illt í fótunum? Hvert ferðu þá?

Kannastu við að?
• Hafa keypt þér skó sem höfðu útlitið langt fram yfir þægindin?
• Hafa ætlað að ganga til flottu skóna þó svo að það hafi verið sársauki í hverju skrefi?
• Verið með siggbunka á hælunum og hugsað að það væri nú gott að losna við hann en endað á því að gera ekki neitt?
• Keypt svaka fína kremtúpu fyrir fæturna sem liggur svo upp í skáp og safnar ryki?

Ekki gera ekki neitt
Á einni mannsævi gengur meðal maðurinn ca 180 þúsund skref eða um 8500 skref á dag. Heilbrigði fóta okkar er ekki síður mikilvægt en önnur líkamleg heilsa. Fæturnir bera okkur uppi alla daga, allan ársins hring. En samt hugsum við ekki nægjanlega vel um fæturna. Þeir eru oft meira og minna innilokaðir í sveittum sokkum og þröngum skóm.
Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag er ekki víst að heilsan hafi tíma fyrir þig á morgun.
Heimsókn til fótaaðgerðafræðings ætti að vera að lágmarki einu sinni á ári. Alveg eins og að fara til tannlæknis. Þó ekki nema væri í fyrirbyggjandi tilgangi.

Hvað gera fótaaðgerða­fræðingar?
Það sem fótaaðgerðafræðingar gera er m.a að:
• Fjarlægja sigg.
• Vinna á líkþornum
• Veita ráðgjöf varðandi skó
• Brenna og frysta vörtur
• Klippa og þynna neglur
• Ráðleggja varðandi sveppasýkingar í húð og nöglum
• Meðhöndla inngrónar neglur
• Búa til sérsniðið sílíkon til að rétta af tær eða til að hlífa meinum t.d. vegna núnings
• Gefa góð ráð varðandi heilbrigði fóta þinna.

Hugsaðu vel um fæturna þína! Við eigum bara eitt par og þeir þurfa endast okkur alla ævina. Heimsókn til fótaaðgerðafræðings er skref í rétta átt !

Jóna Björg Ólafsdóttir
Löggiltur fótaaðgerðafræðingur
Líkami og sál