Tvær hleðslustöðvar teknar í notkun

Frátekin stæði fyrir  rafbíla við Varmárlaug og Lágafellslaug.

Frátekin stæði fyrir rafbíla við Varmárlaug og Lágafellslaug.

Settar hafa verið upp tvær hleðslustöðvar fyrir rafbíla í Mosfellsbæ. Önnur er staðsett við íþróttamiðstöðina Lágafell og hin við íþróttamiðstöðina að Varmá. Sú þriðja verður sett upp innan skamms við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ.
Stöðvarnar eru merktar Mosfellsbæ og Ísorku, sem er í eigu Íslenska gámafélagsins. Þær eru snúrulausar og af gerðinni ­Circontrol eVolve og eru 2×22 kW AC.
Mosfellsbær og Íslenska Gámafélagið undirrituðu í sumar samning til þriggja ára um að Íslenska Gámafélagið setji upp og reki þrjár hleðslustöðvar sem geta hlaðið allar gerðir rafbíla á Íslandi. Áætluð verklok voru í janúar 2018 en uppsetning stöðvanna hefur gengið framar vonum og því var verklokum flýtt um nokkra mánuði. Mosfellingar geta nú hlaðið rafbíla sina á helstu viðkomustöðum í bæjarfélaginu.