Sir David

heilsumolargaua_2juni

David Attenborough varð níræður í síðasta mánuði. Ég er næstum helmingi yngri en hann. Það er frábær tilhugsun að vita til þess að maður eigi möguleika á því að vera ferskur sem fiðla, flakkandi um allan heim, skapandi eitthvað nýtt, fræðandi og hvetjandi og njótandi lífsins í tugi ára til viðbóta við þau sem þegar eru að baki. Kallinn er enn að, ódrepandi í því að kenna okkur hinum hvernig heimurinn virkar og hvað við þurfum að gera til þess að bjarga jörðinni. Við þurfum að hlusta á hann og fara eftir ráðum hans. En við getum líka tekið hann okkur persónulega til fyrirmyndar, ef okkur langar til að lifa jafn gæfusömu og innihaldsríku lífi og hann.

Lykillinn er ástríða. Að vinna við það sem gefur manni tilgang í stað þess að festast í vinnu sem dregur úr manni kraft og orku. Peningar eru ekki það sem drífur Sir David áfram, það er þörfin fyrir að læra og miðla. Annað lykilatriði er jafnvægi. Hann hefur alla tíða flakkað mikið um heiminn, en þegar hann er spurður hvað sé það mikilvægasta í eigu hans, svarar hann, lykillinn að útidyrunum heima. Heimilið er hans friðarstaður, honum finnst alltaf gott að koma heima eftir ferðalög, hlaða batteríin í ró og næði. Þor og trú á eigin hæfileika skiptir líka miklu máli, án þess að vera rígmontinn og finnast maður yfir aðra hafinn.

Sir David hefur tekið mörg stökk um ævina. Hætt í „öruggum“ vinnum og tekið að sér verkefni sem hann vissi ekki nákvæmlega hvernig hann myndi ná að framkvæma. Alltaf trúað því að hlutirnir myndu ganga upp, alltaf elt hjartað. Þetta hefur haldið David Attenborough heilsuhraustum – lífsgleðin, forvitnin, þörfin til að miðla, opinn hugur fyrir tækifærum og leiðum. Frábær fyrirmynd fyrir kalla og kellingar og öllum aldri.