Entries by mosfellingur

Mikil uppbygging fram undan

Ungmennafélagið Afturelding var stofnað 11. apríl 1909. Afturelding hefur heilsu allra aldurshópa að leiðarljósi með því að hvetja til og standa fyrir heilbrigðri afþreyingu í formi íþrótta og hreyfingar en innan félagsins starfa ellefu deildir. Á aðalfundi Aftureldingar sem fram fór í maí sl. var kosinn nýr formaður, Birna Kristín Jónsdóttir. Hún sér fram á […]

Systur gefa saman út barnabók

Systurnar Ásrún Magnúsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir eru fæddar og uppaldar í Borgarnesi en búa nú báðar í Mosfellsbæ. Þær segjast vera mjög samrýmdar þó svo að önnur búi í rauða hverfinu en hin í því bláa. Þær systur eru um þessar mundir að gefa út barnabókina Korkusögur en þetta er þeirra fyrsta bók og fjallar […]

Göngum, göngum!

Staðfest hefur verið með fjöldamörgum rannsóknum að regluleg hreyfing gegnir lykilhlutverki fyrir heilsu og vellíðan alla ævi. Hreyfing eykur líkamshreysti, hreyfifærni, vellíðan og lífsgæði almennt fyrir utan það að minnka líkurnar á flestum langvinnum sjúkdómum. Auk beinna áhrifa á heilsu og líðan getur lífsstíll, sem felur í sér daglega hreyfingu, einnig skapað tækifæri til að […]

Að gefnu tilefni

Í árslok 1970 birtist í Morgunblaðinu grein Halldórs Laxness: „Hernaðurinn gegn landinu“. Þá var ég í námi í Menntaskólanum í Hamrahlíð og þessi grein kveikti bókstaflega í mér sem öðru ungu fólki. Síðan hef ég tekið töluverðan þátt í þjóðfélagsumræðunni, mörgu tengdu umhverfismálum og vona ég að ég verði enn að meðan ég lifi. Ég […]

Skrifaði sína fyrstu sjónvarps­þáttaseríu í Lágafellslaug

Á sérstakri hátíðardagskrá á bæjarhátíðinni Í túninu heima var Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., útnefndur bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2018. Steindi Jr. er alinn upp og búsettur í Mosfellsbæ. Hann er skapandi listamaður og hefur náð árangri á fleiri en einu sviði lista. Hann hefur gert sjónvarpsþætti, leikið og skrifað handrit og sannað […]

„Öll heimili í þéttbýli Mosfellsbæjar tengd fyrir áramót“

Eins og Mosfellingar hafa orðið varir við vinnur Gagnaveita Reykjavíkur að framkvæmdum í Mosfellsbæ þar sem verið er að tengja ljósleiðarakerfi. „Ég fékk það skemmtilega verkefni að ljósleiðaravæða minn heimabæ,“ segir Mosfellingurinn Baldur Hauksson sem starfar sem verkefnastjóri hjá Gagnaveitu Reykjavíkur. Framkvæmdir langt komnar og klárast fyrir árslok „Verkefni þessa árs er að klára að […]

Allir á völlinn!

Á laugardaginn kemur Þróttur frá Vogum í heimsókn í Mosfellsbæinn til að spila við strákana okkar í 2. deildinni. Við erum efstir í deildinni, höfum skorað flest mörk allra liða – reyndar allra liða í fjórum efstu deildum karla á Íslandsmótinu í sumar. Eina liðið hingað til sem hefur náð að rjúfa 50 marka múrinn. […]

Aukin tannlækna­þjónusta í Mosfellsbæ

Nýverið lauk framkvæmdun við stækkun og breytingar hjá Tannlæknastofu Ragnars Kr. Árnasonar að Háholti 14. Nú er boðið upp á þjónustu tveggja tannlækna á stofunni auk möguleika á lengri opnunartímum svo eitthvað sé nefnt. Mosfellingur leit við og hitti tannlækna. Mosfellingurinn Ragnar Kr. Árnason opnaði glæsilega tannlæknastofu sína í febrúar 2010 eftir að hafa rekið […]

Álfyssingar koma upp Samfélagsgarði

Íbúar í Álafosskvos hafa tekið sig saman í samstarfi við Mosfellsbæ og tekið í notkun svokallaðan Samfélagsgarð efst í Kvosinni. Garðurinn er hugsaður fyrir íbúana til að rækta sitt eigið grænmeti og vera saman úti í náttúrunni. Garðurinn er hringlaga og hefur hver íbúi sína sneið til ræktunar. „Samfélagslegur ávinningur af verkefni sem þessu getur […]

Hestamennt í nýjar hendur

„Já, ég er að fara flytja til Frakklands, við fjölskyldan ætlum að skipta gjörsamlega um umhverfi, þjálfa hross og takast á við ný ævintýri. Við munum setjast að á búgarði sem er 150 km suðvestur af París,“ segir Berglind Inga Árnadóttir sem rekið hefur reiðskólann sinn í 24 ár. „Við munum taka hluta af hrossaræktuninni […]

Í minningu vinar

Hans Þór hefur unnið jöfnum höndum við sitt fag sem veggfóðrara- og dúklagningameistari og sem hljóðfæraleikari en hann byrjaði að spila 14 ára gamall. Lengst af spilaði Hansi eins og hann er ávallt kallaður með Lúdó sextettnum en hann hefur einnig spilað með hinum ýmsu böndum í gegnum tíðina. Á dögunum gaf hann út eigin […]

Skólabörn í Mosfellsbæ með skólavörur frá Múlalundi

Mosfellsbær er í hópi 10 sveitarfélaga sem hafa tekið þá góðu ákvörðun að allar möppur og plastvasar sem notuð verða í grunnskólum sveitarfélaganna næsta vetur verði framleidd innanlands, á Múlalundi vinnustofu SÍBS, í stað þess að vera flutt inn frá útlöndum. Alls er um að ræða 40 þúsund möppur og 20 þúsund plastvasa fyrir 10 […]

Haustið er tíminn – Fimm ráð til að koma sér af stað

Helstu kostirnir við að gera líkamsrækt að lífsstíl og stunda daglega eru aukið heilbrigði, andleg og líkamleg vellíðan. Þegar við breytum slíkum lifnaðarháttum þá fylgir aukin orka, ónæmiskerfið verður sterkara, bætt sjálfsmynd og aukið sjálfstraust. Hér eru fimm kostir þess að stunda reglulega líkamsrækt og hreyfingu allt árið. 1. Bætir skapið og styrkir ónæmiskerfið Þarftu […]

Fjöldahjálp í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjósinni

Í Mosfellsbæ, Kjósinni og á Kjalarnesi eru starfandi þrjár skilgreindar fjöldahjálparstöðvar, í Varmárskóla og Klébergsskóla, og í húsnæði Rauða krossins í Þverholtinu í Mosfellsbæ. Til viðbótar er unnið að því að bæta við tveimur stöðvum, annarri í Mosfellsbæ en hinni í Kjósinni. Þegar loka þarf veginum um Kjalarnes gerist það oftar en ekki að opna […]

Hvað ætlar þú að gera í vetur?

Nú þegar líður að hausti fara margir að huga að því hvað þá langar að gera í vetur. Félagar í POWERtalk deildinni Korpu hafa verið í góðu sumarfríi en eru byrjaðir að huga að vetrarstarfinu. POWERtalk samtökin eru þjálfunarsamtök sem leggja áherslu á einstaklingsmiðaða þjálfun í tjáningu sem skilar árangri. Markmið POWERtalk eru sjálfstyrking, uppbygging […]