Entries by mosfellingur

Heimsmenning – fjölmenning – okkar menning

Er heimurinn að minnka? Okkur finnst það stundum því við fáum innsýn (oft án þess að við leitum eftir því) og erum sjálf í tengslum við fjarlægar slóðir. Við getum farið heimshorna á milli og heimshornaflakkið kemst jafnvel léttilega fyrir í sumarfríinu okkar. Það eru sem sagt töfrandi tímar fyrir mörg okkar sem njótum heimsmenningar. […]

Trjágróður á lóðarmörkum

Ágætu bæjarbúar. Mikilvægt er að garðeigendur hugi að því að trjágróður þeirra hafi ekki vaxið út á stíga eða götur með tilheyrandi óþægindum og mögulegri hættu fyrir vegfarendur, sérstaklega núna í skammdeginu þegar fjöldi barna er á ferðinni vegna skóla og tómstunda. Gangstéttir og göngustígar liggja víða um bæinn og eru mikilvæg til útivistar og […]

Atómstöðin, Gerpla og Heimsljós

Í Varmárskóla stunda hátt í 1.000 börn nám og er þetta kraftmikill hópur með fjölbreytta reynslu og styrkleika sem býr yfir mikilli lífsgleði og sköpunarkrafti. Til að tryggja að börnin fái notið bernsku sinnar þarf að búa vel að yngstu íbúum bæjarins og leggja áherslu á snemmtæka íhlutun. Allir eiga rétt á kennslu við sitt […]

Hlustar fólk á þig?

Það nennir enginn að hlusta á fólk röfla á fundum og það er erfitt að hlusta á fólk í ræðustól sem er að hugsa hvað það ætlar að segja jafnóðum. Það getur verið heilmikið vit í því sem viðkomandi vill koma á framfæri, en ef það er illa sett fram þá hættir fólk fljótt að […]

Andlegt ferðalag

Í lífi manna gengur mismikið á en hjá flestum safnast upp, með tímanum, atvik og tilfinningar sem erfitt getur verið að vinna úr. Sumt er meðvitað en annað ómeðvitað og því oft mjög erfitt að átta sig á því. Ég er þarna engin undantekning og eftir því sem leið á, fann ég að eitthvað var […]

Samið við Alverk um byggingu fjölnota íþróttahúss

Í vor var boðin út bygging fjölnota íþróttahúss að Varmá. Að loknum samningskaupaviðræðum við bjóðendur bárust Mosfellsbæ ný tilboð þann 12. september frá þremur fyrirtækjum. Að mati ráðgjafa Verkís og fulltrúa Mosfellsbæjar eftir yfirferð tilboðanna reyndist tilboð Alverks lægst en það nemur 621 m.kr. Á fundi bæjarráðs þann 11. október var samþykkt að hafist verði handa […]

Bestu hrútarnir í sveitinni

Hrútasýning Sauðfjárræktarfélagsins í Kjós fór fram mánudaginn 15. október. Í félaginu eru sauðfjárbændur í Kjós, á Kjalarnesi og í Mosfellsbæ og kepptu þeir sín á milli um hver ætti besta hrútinn. Keppt var í nokkrum flokkum og fengu bændur stiguð og ómmæld lömb og veturgamla hrúta. Hrúturinn Ölur bar sigur úr býtum en hann er […]

Jákvætt fólk

Ég var umkringdur jákvæðu fólki um helgina. Fólki sem á það sameiginlegt að hafa áhuga á heilsuhreysti, hreyfingu, mis­alvarlegum keppnum og hressandi útiveru. Þegar svona hópur er saman myndast sterk og jákvæð orka. Orka sem maður hleður inn á kerfið og endist manni lengi. Við þurfum öll að passa upp á að fá svona orkuinnspýtingu […]

Sigurður Hreiðar rifjar upp minningar

Meðan ég man er heiti á nýrri bók eftir Sigurð Hreiðar. Eins og nafnið bendir til rifjar hann þar upp ýmsar minningar frá langri ævi. Um tilurð bókarinnar segir hann að oft hafi verið imprað á því við hann að skrifa ævisögu sína. „Ef ég gerði það er viðbúið að einhverjum þætti þar að sér […]

Bábiljur og bögur í baðstofunni

Kristín Lárusdóttir, sellókennari við Listaskóla Mosfellsbæjar, stendur fyrir skemmtilegum viðburði í safnaðarheimili Lágafellssóknar sunnudaginn 7. október kl. 17. „Viðburðinn kalla ég Bábiljur og bögur í baðstofunni og er tilgangurinn að eiga notalega samverustund,“ segir Kristín. Kristín hefur í gegnum tíðina otað rímnakveðskap að nemendum sínum. Rímur eru mjög merkilegt fyrirbæri og dýrmætur arfur sem við […]

Mikilvægar samgöngubætur fyrir Mosfellinga komnar á samgönguáætlun

Nú liggur fyrir að tvær mikilvægar samgöngubætur eru komnar á áætlun samkvæmt drögum að samgönguáætlun sem nú liggja fyrir Alþingi. Samhliða þeirri vinnu rituðu framkvæmdastjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og samgönguráðherra undir viljayfirlýsingu þann 21. september um að hefja viðræður um uppbyggingu samgangna á höfðuborgarsvæðinu. Þær framkvæmdir sem um er að ræða eru annars vegar að […]

Hótel Laxnes 10 ára

Hótel Laxnes var formlega opn­að í september 2008 að viðstöddu fjölmenni. Á hótelinu eru 26 herbergi við allra hæfi, þrjár svítur, herbergi með sérinngangi og eldun­araðstöðu auk tveggja stúdíóíbúða fyrir fatlaða á fyrstu hæð. „Fyrsta skóflustungan var tekin árið 2004 og tók fjögur ár að byggja hótelið, einn nagla í einu,“ segir Albert Rútsson hóteleigandi. […]

Eitt af lottóum lífs míns að flytja í Mosfellssveit

Ingibjörg Bergrós eða Beggó eins og hún er ávallt kölluð tók á móti mér á fallegu heimili sínu í Klapparhlíðinni. Sólin lék um okkur er við fengum okkur sæti út á svölum og ekki var útsýnið til að skemma fyrir. Það er gaman að vera í návist Beggó, hún er brosmild, kvik í hreyfingum og […]

Afltak hlýtur jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar

Verktakafyrirtækið Afltak í Mosfellsbæ er handhafi jafnréttisviðurkenningar Mosfellsbæjar. Afltak hefur ráðið konur til starfa sem hefðbundið hefur verið litið á sem karlmannsstörf auk þess að hvetja kvenkyns starfsmenn til iðnnáms. Í dag starfa fjórar konur hjá Afltaki og þrjár þeirra eru faglærðir húsasmiðir. Þá leggur Afltak mikla áherslu á að veita konum og körlum jöfn […]

Skólastarf, viðhald og það sem ekki fæst keypt

Þeir sem fylgdust með kosningum sl. vor tóku kannski eftir því að mikið var ritað og rætt um skólana okkar og þá sérstaklega Varmárskóla. Það hafa allir skoðanir á skólum, skólastjórum og kennurum enda varðar skólinn allar fjölskyldur. Mörg orð vorum látin falla og stundum efast ég um að þau orð hafi verið öll til […]