Entries by mosfellingur

Úr sófanum á 7 tinda

„Ef einhver hefði sagt mér vorið 2013 að eftir fjögur ár myndi ég hlaupa alla 7 tindana í Tindahlaupi Mosfellsbæjar og verða Tindahöfðingi þá hefði ég hlegið upp í opið geðið á viðkomandi. Maður á aldrei að segja aldrei,“ segir Óskar Þór Þráinsson starfsmaður á bæjarskrifstofum Mosfellsbæjar. Það erfiðasta sem ég hef gert Hann byrjaði […]

Ungu stelpurnar stíga upp og fá tækifæri

Meistaraflokkur kvenna leikur í Inkasso-deildinni í knattspyrnu eftir sigur í 2. deildinni í fyrra. Aftureldingu/Fram er spáð 8. sæti í sumar. Við tókum Júlíus Ármann Júlíusson þjálfara liðsins tali. Hvernig hefur tímabilið farið af stað? „Við byrjuðum á því að standa í Fylkiskonum sem er spáð titlinum en töpuðum 0-1. Þá tóku við þrír jafnteflisleikir. […]

Uppbygging hafin á kaup­félagsreitnum

Framkvæmdir eru nú hafnar við Bjarkarholt 8-20 sem kallað hefur verið kaupfélagsreiturinn. Vinna við niðurrif sjoppu og gamla kaupfélagsins er hafin og skipulagsnefnd og bæjarstjórn hafa samþykkt byggingaráformin og byggingarleyfisumsókn er nú í yfirferð hjá embætti byggingarfulltrúa. Miðað er við að á reitnum rísi fjögur fjölbýlishús á þrem til fimm hæðum. Gert er ráð fyrir […]

Myndavélin hennar mömmu hafði áhrif

Ólína Kristín Margeirsdóttir ljósmyndari opnaði ljósmyndastofu í Mosfellsbæ árið 2009. Ólína byrjaði ung að árum að taka myndir og hafa áhugamál hennar í gegnum tíðina ávallt verið tengd ljósmyndun. Það kom því fáum á óvart er hún fór að læra að verða ljósmyndari og í framhaldi opnaði hún sína eigin ljósmyndastofu, Myndo.is Ólína segir að […]

Hafa mikinn metnað fyrir hönd félagsins

Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hefur byrjað tímabilið af miklum krafti. Liðið er taplaust á toppi 2. deildarinnar þegar átta leikjum er lokið. Við tókum Arnar Hallsson þjálfara tali. Hvernig hefur tímabilið farið af stað? „Við erum nálægt þeim markmiðum sem við settum okkur, erum efstir og höfum unnið marga leiki. Það hefur kannski komið á […]

Ný bæjarstjórn

Um miðjan þennan mánuð lét ég af störfum sem bæjarfulltrúi, ég hef verið þeirrar gæfu aðnjótandi að sitja í bæjarstjórn í 8 ár og sem varamaður 8 ár þar á undan. Það eru því orðin heil 16 ár síðan ég kom fyrst að bæjarmálunum. Það hefur verið ótrúlega skemmtilegur tími og ég verð að viðurkenna […]

Flokkun á plasti í Mosfellsbæ

Mosfellsbær hefur frá því sl. vor boðið íbúum upp á aukna þjónustu varðandi flokkun á plasti frá heimilum til endurvinnslu, þar sem heimilt er að flokka plast í lokuðum plastpokum í gráu sorptunnuna. Plastflokkun í plastpoka er samstarfsverkefni SORPU og fjögurra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæjar, Hafnafjarðar, Garðabæjar og Seltjarnarnesbæjar. Sérhæfður vélbúnaður SORPU flokkar síðan plastið […]

Gera tröppur upp Úlfarsfell

Unnið er því þessa dagana að gera tröppur upp norðanvert Úlfarsfellið. Gönguleiðina kalla skátarnir Skarhólamýri en gott samstarf hefur verið á milli Mosfellsbæjar og skátafélagsins Mosverja um bætt aðgengi að útivistarsvæðum í kringum bæinn. Stikaðar hafa verið um 90 km af gönguleiðum auk þess sem útbúin hafa verið bílastæði, girðingastigar, göngubrýr og nú tröppur. Tröppur […]

Á sama afmælisdag og Krikaskóli

Þann 16. júní fagnaði Krikaskóli 10 ára afmæli. Nemendur og starfsfólk skólans héldu upp á daginn með dagskrá sem undirbúin var af krökkunum sjálfum. „Börnin voru sammála um að þau vildu halda dagskrána utandyra með fjölbreyttum stöðvum sem endurspeglar áherslur skólans,“ segir Þrúður Hjelm skólastjóri. „Það var þann 16. júní 2008 sem fyrstu börnin komu […]

Ráð við rigningu…

Sól slær silfri á voga, sjáðu jökulinn loga. Allt er bjart fyrir okkur tveim því ég er kominn heim. Það er fátt betra en að syngja um sólina sem slær silfri á voga með þúsundum Íslendinga nokkrum mínútum fyrir risastóran fótboltaleik. Fæ gæsahúð við tilhugsunina. Sólin var í Rússlandi en hefur minna verið hér heima […]

Hefðbundinn starfsvettvangur ekki framtíðin

Guðrún Helga Skowronski ákvað að læra söðlasmíði svo hún gæti sameinað áhuga sinn á handverki og hestamennsku. Helga eins og hún er ávallt kölluð, lagði oft leið sína á sínum yngri árum í gegnum Mosfellsdalinn á leið í bústað fjölskyldunnar á Þingvöllum. Hún hugsaði oft um hvernig væri að eiga heima í dalnum en óraði […]

Creedence tónlistin trekkir vel

Birgir Haraldsson og félagar hafa með reglulegu millibili þeyst um landið og spilað Creedence og John F. Fogerty lög. Þeir hafa ferðast víða og fengið frábærar undirtektir. „Það er algerlega magnað hvað tónlist þessa manns er vel þekkt,“ segir Birgir. „Hún hefur síast inn í landann með móðurmjólkinni þannig að menn þekkja hvert einasta lag. […]

Pólitísk afskipti Varmárskóla af kosningabaráttunni

Þann 24. maí síðastliðinn birtist færsla á Facebook-síðu Varmárskóla þess efnis að ónafngreindir aðilar væru að vega að skólastarfinu og var sami texti settur á vef skólans daginn eftir. Af samhengi og efni pósta í kjölfarið og gagnrýni sem fram kom á opnum íbúafundi í Hlégarði 24. maí var engum blöðum um það að fletta […]

Eftir kosningar

Ég leyni því ekki að niðurstöður kosninganna þann 26. maí voru vonbrigði fyrir Samfylkinguna í Mosfellsbæ. Framboðum fjölgaði til muna í bænum við þessar kosningar frá þeim síðustu og ljóst að mun meiri samkeppni yrði um atkvæðin. Enda kom það á daginn og niðurstaðan varð að Samfylkingin tapaði einum bæjarfulltrúa. Miklar breytingar verða nú í […]