Entries by mosfellingur

Árbók FÍ fjallar um Mosfellsheiði

Hátt í öld hafa Árbækur Ferðafélags Íslands átt samleið með þjóðinni, sú nýjasta var að koma út og að þessu sinni er viðfangsefnið Mosfellsheiði – Landslag – leiðir og saga. Höfundarnir eru þrír: Bjarki Bjarnason, Margrét Sveinbjörnsdóttir og Jón Svanþórsson. „Við höfum unnið að verkinu í nokkur ár, þetta hefur verið einstaklega ánægjulegt samstarf,“ segir […]

Skipuleggja Fjölmenningarhátíð í Kjarnanum 11. maí

Ákveðið hefur verið að fagna fjölmenningu í Mosfellsbæ laugardaginn 11. maí í Kjarna. Fjölmenningarhátíðin stendur frá kl. 13 til 15. Innflytjendum í Mosfellsbæ hefur fjölgað mjög mikið og eru nú um 8% íbúa í bæjarfélaginu. Að hátíðinni standa Bókasafnið og Rauði krossinn í Mosfellsbæ. „Þetta er frábært tækifæri til að kynnast annarri menningu og eiga […]

Við vorum örmagna á líkama og sál

Hildur Ágústsdóttir markþjálfi og Jón Finnur Oddsson flugvirki deila saman reynslu af kulnun. Kulnun er sálfræðileg lýsing á afleiðingum langvinnrar streitu. Kulnun er ekki bara tengd starfi því oft er einnig um að ræða álagsþætti heima fyrir. Helstu einkenni eru þreyta, pirringur, spenna, depurð, gleymska, og áhugaleysi. Hildur og Jón Finnur hafa bæði reynslu af […]

Skrifað undir við leikmenn í handboltanum

Meistaraflokkur karla hjá Aftureldingu heldur áfram að styrkja liðið fyrir næsta tímabil í handboltanum. „Það er mikið gleðiefni að geta tilkynnt stuðningsmönnum Aftureldingar og Mosfellingum um nýjustu fréttir í leikmannamálaum, segir Haukur Sörli Sigurvinsson formaður meistaraflokksráðs. „Tveir nýir leikmenn ganga til liðs við félagið í dag til viðbótar við Þorstein Gauta Hjálmarsson sem áður hefur […]

Mosfellsbær – heilsueflandi samfélag

Mosfellsbær býður starfsmönnum sínum að sækja fjölbreytta íþróttatíma, þeim að kostnaðarlausu. Er þetta liður í að hvetja alla starfsmenn til að hreyfa sig með reglubundnum hætti, bæta heilsufar sitt, vellíðan og hreysti. Þetta hefur mælst vel fyrir og hafa starfsmenn sótt tíma í jóga, vatnsleikfimi, Peak Pilates og nú bætast skokk- og hlaupahópar við fram […]

Endurbætur á Varmárskóla komnar í útboð

Í sumar eru fyrirhugaðar verulegar endurbætur á húsnæði Varmárskóla. Umhverfissvið Mosfellsbæjar hefur óskað eftir tilboðum í viðhaldsframkvæmdir við húsnæði yngri deildar skólans. Verkefnið felur í sér endurnýjun á hluta þakefna, glugga auk múrviðgerða og málunar. Lögð verður áhersla á að vinna verkið þannig að lágmarks rask verði á skólahaldi og að því verði að mestu […]

Tökum vel á móti íþróttafólkinu okkar!

Í fjölda ára hefur íþróttafólkið okkar í Aftureldingu farið til útlanda í keppnis- og æfingaferðir. Þessar ferðir eru frábærar fyrir svo margar sakir. Í ferðunum eru krakkarnir saman nánast öllum stundum og kynnast því betur en ella. Iðkendur fá að æfa og keppa við bestu aðstæður, í góðu veðri og við nýjan andstæðing. Þetta bætir […]

Vinnustaðurinn okkar, Varmárskóli

Við undirritaðar vinnum í Varmárskóla og erum stuðningsfulltrúar. Við erum stoltar af því vinna í Varmárskóla og þar ríkir góður vinnuandi. Okkur og fleirum þykir miður þessi neikvæða umræða um vinnustaðinn okkar, rúmlega 800 nemenda og 150 annarra starfsmanna sem hefur verið undanfarið. Í Varmárskóla starfar frábært starfsfólk sem leggur mikið á sig. Í Stundinni […]

Náttúran eflir og læknar

Sagt hefur verið að útivera og ferskt loft sé eitt besta meðalið sem hægt er að fá við nánast öllu. Nú hafa sænskir vísindamenn sýnt fram á með nýlegum rannsóknum að svo sé og jafnframt að náttúran virki betur, t.d. gegn kulnun, en lyf. Náttúran betri en lyf „Við sjáum það mjög skýrt og endurtekið […]

Ársreikningur

Ársreikningur fyrir árið 2018 var samþykktur nýverið í bæjarstjórn. Niðurstaða hans var góð og allar lykiltölur jákvæðar. Ástæðan er fyrst og fremst hagstæð ytri skilyrði. Rekstrarafgangur A og B hluta er um 800 milljónir en það eru rífleg frávik frá upphaflegri áætlun með viðaukum sem var upp á rúmlega 300 milljónir. Það er umtalsverð upphæð. […]

Dýralæknirinn kominn í nýtt húsnæði

Dýralæknirinn Mosfellsbæ flutti í nýtt húsnæði fyrir skemmstu og er nú til húsa í Urðarholti 2 þar sem Mosfellsbakarí var eitt sinni til húsa. Þórunn Þórarinsdóttir dýralæknir er eigandi stofunnar sem hefur verið starfrækt í Mosfellsbæ síðan 2003 en auk Tótu eins og hún er alltaf kölluð starfa þrír dýralæknar auk annars starfsfólks á stofunni. […]

EES-samningurinn 25 ára

Fyrir 25 árum opnaðist um 500 milljóna markaður fyrir íslenskum fyrirtækjum með inngöngu í EES. Samningurinn var umdeildur á sínum tíma en samningurinn hefur fært okkur mikla velsæld. Landsframleiðsla á mann hefur tvöfaldast, verðmæti útflutnings á mann þrefaldast og kaupmáttur heimilanna nær þrefaldast. Ég tel það ekki bara gott heldur lífsnauðsynlegt fyrir lítið eyríki í […]

Hatrið mun sigra?

Hatur. Þetta orð heyrum við mikið um þessar mundir. Hatrið mun sigra. Hatari. Hatursorðræða. Íslendingar hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun sem hefur verið að eiga sér stað í nágrannalöndum okkar. Smátt og smátt verða fordómar og hatursorðræða í garð minnihluta- og jaðarhópa eins og innflytjenda, hælisleitenda, hópa sem deila stjórnmála-, lífs- og trúarskoðunum […]

Heilsuhvetjandi vinnustaðir

Ég er að prufukeyra fjarverkefni með góðu fólki. Verkefnið byggir á því sem við erum að læra hjónin á rannsóknarferð okkar um heiminn, við erum að heimsækja staði sem hafa verið þekktir fyrir langlífi og góða heilsu. Í síðustu viku vorum við í prufuverkefninu að skoða daglega hreyfingu, hvernig hægt væri að auka hana og […]

Mosfellsbær laði nýútskrifaða kennara til starfa

Nýverið kynnti mennta- og menningarmálaráðherra hugmyndir sínar sem byggðar eru á tillögum sem unnar voru í samráði við Sambands ísl. sveitarfélaga, Kennarasamband Íslands, Háskólann á Akureyri, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Heimili og skóla o.fl. um að bjóða nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám sem og námsstyrk til þess að sinna […]