Entries by mosfellingur

Ávísun á fleiri ævintýri

Styrktarmótið Palla Open var haldið fimmta árið í röð í byrjun júní. Mótið fer stækkandi ár hvert og er orðið stærsta golfmót sinnar tegundar hér á landi. Að þessu sinni voru það 244 kylfingar sem tók þátt og ríkti mikil gleði á Hlíðarvelli þennan dag í blíðskaparveðri. Framlag Golfklúbbs Mosfellsbæjar er til fyrirmyndar en allt […]

Nýr leikskóli í Helgafellshverfi

Mos­fells­bær fagnaði opn­un nýs og glæsi­legs leik­skóla í Helga­fellshverfi þann 30. júní en hann hefur fengið nafnið Sum­ar­hús. Opn­un leik­skól­ans er stór og mik­il­væg­ur áfangi í bættri þjón­ustu við börn og fjöl­skyld­ur í sveit­ar­fé­lag­inu. Leik­skól­inn er sér­stak­lega hann­að­ur og byggð­ur með þarf­ir barna og starfs­fólks að leið­ar­ljósi. Efla þjónustu við yngstu íbúa bæjarins „Þessi dag­ur […]

Tækifæri til eflingar atvinnumála í Mosfellsbæ

Mikil uppbygging atvinnusvæða á sér nú stað í Mosfellsbæ og mun sú uppbygging halda áfram á næstu árum. Tækifæri eru til þess að efla atvinnulíf og fjölga fyrirtækjum í Mosfellsbæ samhliða þessari uppbyggingu auk þess sem tækifæri eru fyrir hendi hvað varðar fjölbreytta nýsköpun. Verið er að leggja lokahönd á atvinnustefnu Mosfellsbæjar og færi vel […]

Nýtt sam­komulag fel­ur í sér þreföld­un hjúkr­un­ar­rýma

Samkomulag sem undirritað var þriðjudaginn 1. júlí felur í sér þreföldun hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ. Reisa á nýtt hjúkrunarheimili í bænum með 66 hjúkrunarrýmum en þar eru í dag 33 rými. Alls verða því 99 hjúkrunarrými í Mosfellsbæ. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, undirrituðu samkomulagið í sól og blíðu utan við […]

Breytingar á nefndaskipan – mikilvægi atvinnu og nýsköpunarnefndar

Málefni vorsins hjá bæjarstjórn Mosfellsbæjar hafa verið umræður um breytingar á nefndaskipan og fastaráðum bæjarins. Þessi umræða var hluti af stærra máli sem eru hagræðingaraðgerðir bæjarins og er efni í annan pistil. En hvað varðar fastanefndir var tillagan sú að þrjár nefndir yrðu lagðar niður eða sameinaðar öðrum. Það var á margan hátt áhugaverð nálgun, […]

Fækkun nefnda og breytt launakjör

Þann 25. júní síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn að aftengja laun bæjarfulltrúa við þingfararkaup og fækka áheyrnarfulltrúum í nefndum bæjarins. Þá var samþykkt að laun bæjarstjóra fylgi launahækkunum á vinnumarkaði í stað launavísitölu. Einnig samþykkti bæjarstjórn að fækka fastanefndum bæjarins um þrjár. Ákvörðunin um að fækka fastanefndum á sér rætur í stjórnsýsluúttekt sem meirihluti B, S og […]

Okkar stelpur á EM

Við Mosfellingar eigum frábæra fulltrúa í landsliði Íslands á lokakeppni EM í fótbolta í Sviss. Cecilía Rán Rúnarsdóttir, flutti 7 ára í Mosfellsbæ og lék með Aftureldingu upp yngri flokkana og í meistaraflokki áður hún færði sig yfir í Fylki og þaðan í atvinnumennsku erlendis. Cecilía hefur átt frábært tímabil í marki Inter Milan á […]

Takk fyrir okkur!

„Þannig týnist tíminn” segir í lagi eftir meistara Bjartmar Guðlaugsson. Það er svo sannarlega tilfinningin þegar við fjölskyldan segjum skilið við Lágafellsskóla eftir tæplega 18 ára samfylgd. Ætli við séum ekki svona frekar mikil vísitölufjölskylda á mosfellskan mælikvarða. Þrjú börn sem eru fædd á átta árum sem nú hafa lokið sinni grunnskólagöngu. En frá haustdögum […]

Pílus fagnar 40 ára afmæli

Þann 1. maí 1985 var Pílus hársnyrtistofa stofnuð í Mosfellsbæ og á því 40 ára afmæli um þessar mundir. Ingibjörg Jónsdóttir tók við stofu sem hét Rakarastofa Mosfellsbæjar og breytti nafninu í Pílus. Ingibjörg rak stofuna til 1. maí 2007 en þá tók núverandi eigandi Ragnhildur Bergþórsdóttir við og rekur stofuna enn. Stofan hefur verið […]

Dóri DNA bakar kryddbrauð fyrir gesti á Blikastöðum

Laugardaginn 14. júní bjóða Blikastaðir gestum í heimsókn. Hægt verður að kynna sér fyrirhugaða uppbyggingu á svæðinu og njóta veitinga og skemmtunar. Mosfellingurinn Dóri DNA hefur að undanförnu verið fenginn sem ráðgjafi í málefnum Gamla bæjarins á Blikastöðum sem hann segir eiga eftir að vaxa sem skæsleg miðstöð þjónustu. Horfa inn í framtíðina „Ég hef […]

Gaman að sjá börnin taka framförum

Ítalinn Fabio La Marca stofnaði Ungbarnasund hjá Fabio vorið 2018. Áhugi hans á ungbarnasundi kviknaði þegar hann fékk að fylgjast með í tímum, þjálfun í vatni, í námi sínu í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands. Í dag kennir Fabio ungbarnasund á Reykjalundi, hann segir dýrmætt að finna fyrir þeirri tengingu sem myndast við börn […]

Matvöruverslunin Delí opnar í Kjarna

Á dögunum opnaði verslunin Delí í Kjarnanum, Þverholti 2. Það eru þau Przemyslaw Kosiorowski, Mateusz Kubas og Izabela Grajewska sem reka verslunina, en þau koma öll frá Póllandi þó að Izabela hafi búið lengur á Íslandi en í Póllandi. „Hugmyndin kom frá manninum mínum og besta vini hans, við tókum höndum saman og fórum í […]

Álafosshlaupið fer fram 12. júní

Álafosshlaup Scarpa fer fram fimmtudaginn 12. júní og verður ræst kl. 18:00 við Varmárvöll. Hlaupið á sér langa sögu en það var fyrst haldið árið 1921 að frumkvæði Sigurjóns Péturssonar á Álafossi. Í dag er það orðið fastur liður í bæjarlífinu og hefur hlaupurum fjölgað vel á síðustu árum. Frjálsíþróttadeild Aftureldingar sér um skipulagningu hlaupsins. […]

Foreldrar þurfa bara að redda þessu — aftur(!)

Mosfellsbær hefur hampað sér fyrir að vera með lægstu leikskólagjöldin á höfuðborgarsvæðinu — en á sama tíma er þjónustan að skerðast fyrir foreldra og börn. Má þar nefna fyrirkomulag sumarleikskólans sem er enn ein skerðingin sem foreldrar átta sig jafnvel ekki enn á. Tilgangur sumarleikskólans er nefnilega ekki að koma til móts við fjölskyldurnar í […]

Stofutónleikar í allt sumar

Stofutónleikar Gljúfrasteins hefjast sunnudaginn 8. júní en blásið verður til tónleika alla sunnudaga kl. 16 í sumar. Aðgangseyrir er 3.900 kr. og eru miðar seldir í afgreiðslu Gljúfrasteins á tónleikadegi. Einvalalið tónlistarfólks mun stíga á stokk. Tónleikarnir hafa verið fastur liður á safninu frá árinu 2006, en í tíð Halldórs og Auðar voru reglulega haldnir […]