Entries by mosfellingur

Fjórða fjárhagsáætlunin

Bæjarstjórn hefur nú afgreitt síðustu fjárhagsáætlun yfirstandandi kjörtímabils. Í því snúna rekstrarumhverfi sem sveitarfélögin búa við er niðurstaða áætlunarinnar góð eða 557 milljónir fyrir A og B hluta. Mikilvægt er að rekstur bæjarsjóðs er ekki háður byggingarréttargjöldum sem er einsdæmi á höfuðborgarsvæðinu. Með fjárhagsáætluninni fylgir einstaklega yfirgripsmikil og skýr greinargerð sem geymir mikið magn áhugaverðra […]

Reykjalundur 80 ára

Út er komin saga Reykjalundar í veglegri og ríkulega myndskreyttri bók. Pétur Bjarnason, fyrrum skólastjóri í Varmárskóla, er höfundur hennar, hann hefur áður ritað sögu SÍBS sem kom út árið 2013. Saga Reykjalundar er mikil og merkileg, upphafið má rekja til ársins 1945 þegar starfsemin hófst í hermannabröggum á eyðilegum mel í landi Suður-Reykja í […]

Heima er best

Kæru Mosfellingar, bærinn okkar er einstakur staður. Hann umvefur okkur öll hvort sem við erum einstaklingar, fjölskyldufólk með börn, ungt fólk á leið út í lífið úr foreldrahúsum eða eldri kynslóðin sem ætlar að eiga hér áhyggjulaust ævikvöld. Það er þó margt sem þarf að huga að þegar samfélagið vex svona hratt. Ég vil tala […]

Ævisaga séra Braga Friðrikssonar komin út

Hann ólst upp í Mosfellssveit og ítarlega er fjallað um uppvöxt hans í bókinni Á dögunum var bókin Séra Bragi – ævisaga gefin út; umfangsmikil ævisaga séra Braga Friðrikssonar, fyrsta heiðursborgara Garðabæjar og eins áhrifamesta prests landsins á sinni tíð. Ævisaga séra Braga Friðrikssonar er stórbrotin saga brautryðjanda og hugsjónamanns. Hann fæddist við erfiðar aðstæður, […]

Því það skiptir mig máli

Það er farið að síga á seinni hluta líðandi kjörtímabils. Ég kom ný inn í starfið fyrir að verða fjórum árum síðan og þegar ég horfi til baka, vissi ég lítið út í hvað ég var að fara. Lærdómsbrekkan var brött í fyrstu og ég einbeitti mér að því að komast inn í bæði málefnin […]

Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2026

Meirihluti Framsóknar, Viðreisnar og Samfylkingar hefur samþykkt sína síðustu fjárhagsáætlun á þessu kjörtímabili. Meirihlutinn er ánægður með niðurstöðuna sem þau telja að sé jákvæð og að reksturinn sé á traustum grunni. En þegar tölurnar eru rýndar, þá blasir við önnur mynd sem við fulltrúar D-lista í bæjarstjórn teljum mikilvægt að varpa ljósi á svo íbúar […]

Jólahugvekja Frá framsókn

Kæru Mosfellingar Gjöf jólanna er hóværð, mildi og mannúð. Í okkar samfélagi er aðventan tíminn þar sem borgir og bæir eru skreytt sínu fegursta og ilmur jólanna liggur í loftinu. Almenningur, fyrirtæki og opinberir aðilar sameinast allflestir í því að skreyta hús sín og næsta nágrenni með ýmiskonar ljósaskreytingum. Jólalög hljóma úr hverju horni, jólatónleikar […]

Nýr Varmárvöllur: Uppbygging sem markar tímamót í íþróttaaðstöðu Mosfellsbæjar

Uppbygging Varmárvallar hefur á undanförnum misserum verið eitt umfangsmesta verkefni í íþróttaaðstöðu Mosfellsbæjar og markar tímamót í þjónustu við knattspyrnu, frjálsar íþróttir og almenna hreyfingu í bænum. Völlurinn hefur verið endurhugsaður frá grunni með það að markmiði að skapa aðstöðu sem standist bæði íslenskar kröfur og alþjóðleg viðmið sem geti þjónað íbúum Mosfellsbæjar til framtíðar. […]

Skýr sýn fyrir Mosfellsbæ

Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ þann 31. janúar 2026. Mosfellsbær stendur á tímamótum og fram undan eru stórar ákvarðanir sem varða atvinnuuppbyggingu, húsnæðismál og þjónustu við íbúa. Slík verkefni krefjast skýrrar sýnar, ábyrgra ákvarðana og vandaðrar stjórnsýslu sem byggir á trausti og festu. Sterk […]

Sækist ekki eftir oddvitasæti

Ásgeir Sveinsson oddviti Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ hefur ákveðið að sækjast ekki eftir 1. sæti á lista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Ásgeir hefur setið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá árinu 2018. „Ég brenn fyrir velferð Mosfellsbæjar og vil halda áfram að láta gott af mér leiða. Ég ætla því að halda áfram í pólitíkinni og taka þátt […]

Hver er Mosfellingur ársins 2025?

Val á Mosfellingi ársins 2025 stendur nú yfir. Lesendum gefst kostur á að tilnefna þá sem þeim þykja verðugir að bera nafnbótina. Öllum er frjálst að senda inn tilnefningar í gegnum heimasíðu blaðsins www.mosfellingur.is. Þetta er í 21. sinn sem valið fer fram á vegum bæjarblaðsins Mosfellings. Íbúar eru hvattir til að taka virkan þátt […]

Viljayfirlýsing vegna fyrirhugaðrar ullarsýningar í Álafosskvos

Þann 5. desember var undirrituð viljayfirlýsing milli Mosfellsbæjar og Desjamýri 11 ehf. um opnun nýrrar sýningar um sögu ullariðnaðarins í Álafosskvos. Samhliða voru kynntar fyrirhugaðar endurbætur á verslun og nýrri veitingasölu sem stendur til að opna þar og gert er ráð fyrir fjölbreyttu viðburðahaldi á staðnum. Verslunin lokar í mars Sýningin, sem áformað er að […]

Vinkonukvöld skilaði 1,5 milljónum til Bergsins

Vinkonukvöld Soroptimista Mosfellssveitar safnaði 1,5 milljónum króna fyrir Bergið Headspace Þann 16. október hélt Soroptimistaklúbbur Mosfellssveitar árlegt vinkonukvöld í Hlégarði. Kvöldið var vel sótt eða um 120 konur komu saman til að njóta samveru og skemmtunar ásamt því að safna fjármunum til stuðnings Berginu Headspace. Stemningin var einstök frá upphafi og minnti okkur á þann […]

Brynja býður sig fram í 5. sæti

Brynja Hlíf Hjaltadóttir býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis­flokksins sem fer fram laugardaginn 31. janúar 2026. Brynja er lögmaður og starfar á því sviði. Jafnframt hefur hún tekið virkan þátt í sveitarstjórnarmálum á kjörtímabilinu sem varamaður í bæjarstjórn, aðalmaður í velferðarnefnd, en þar áður sat hún í atvinnu- og nýsköpunarnefnd og lýðræðis- […]

Júlíana sækist eftir 3. sæti

Júlíana Guðmundsdóttir, lögmaður hjá Visku – stéttarfélagi, gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðis­flokksins í Mosfellsbæ. Júlíana býr yfir víðtækri reynslu og mikilli þekkingu á sviði samninga- og vinnuréttar ásamt vinnumarkaðsmálum, en hún hefur starfað í stéttarfélagsmálum í áratug. Hún er menntaður lögfræðingur með héraðsdómsréttindi. Á kjörtímabilinu hefur Júlíana tekið þátt í […]