Verður áfram best að búa í Mosó?

Jana Katrín Knútsdóttir

Á dögunum fór fram fyrri umræða um fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar. Að mörgu leyti er hún skynsamleg og góð enda byggð á góðum grunni stefnumótunar og vinnu undanfarinna ára.
Það er þó áhyggjuefni þegar brýnum framkvæmdum er skotið á frest. Samkvæmt áætlun er tveggja ára seinkun á uppbyggingu á íþróttasvæðinu að Varmá auk þess sem leikskólinn sem rísa átti í Helgafelli hefur verið settur á bið og óvíst hvert framhaldið verður. Hvort tveggja eru þetta framkvæmdir sem ráðast átti í strax á þessu ári og vera langt komnar á því næsta.
Athygli vekur að á meðan uppbygging nýja leikskólans hefur verið stöðvuð á að leggja 225 milljónir í bráðabrigðalausn á leikskólaplássum.

Ásgeir Sveinsson

Þá munu Mosfellingar nú búa við einna hæstu álögur og gjöld sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hugsanlega að frátöldum Reykvíkingum. Fasteignagjöld munu nefnilega hækka svo að um munar þó svo að fréttatilkynning frá meirihluta í bæjarstjórn hafi gefið annað í skyn. Sú tilkynning hljóðaði nefnilega upp á að fasteignaskattar muni lækka. Þar var í sjálfu sér ekki farið með rangt mál. Fasteignaskattar lækka vissulega lítillega. Þessi lækkun hefur þó afar takmörkuð áhrif til lækkunar á fasteignagjöldum sem í reynd munu því hækka um að minnsta kosti 15% og það munar um minna þegar horft er til umtalsverðra hækkana á

fasteignamati ásamt síauknum útgjöldum heimilanna. Til viðbótar verður útsvar hækkað í það hámark sem lög heimila.
Það má velta fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að hækka álögur og gjöld á íbúa eingöngu vegna þess að lög gefa kost á því? Væri ef til vill nærtækara að taka pólitíska ákvörðun um að keyra af stað þau verkefni sem fram undan eru og geta verið veigamiklir tekjustofnar á komandi árum í stað þess að sækja tekjurnar beint í vasa bæjarbúa?
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram alls 9 tillögur til breytinga á fjárhagsáætlun. Þær tillögur miða m.a. að því að lækka álögur og gjöld á íbúa, flýta framkvæmdum að Varmá ásamt leikskólanum í Helgafelli.

Rúnar Bragi Guðlaugsson

Jafnframt að leggja áherslu á úthlutun lóða í 5. áfanga Helgafellshverfis og í Hamraborg, sem til stóð að gera á þessu ári með tilheyrandi tekjum fyrir sveitarfélagið.
Að lokum má svo leiða hugann að því hvort þessi framsetning á upplýsingum er varða lækkanir á fasteignasköttum sé í samræmi við þær áherslur sem boðaðar voru í málefnasamningi nýs meirihluta, um heiðarleika og gagnsæi.

Verður áfram best að búa í Mosó?

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins,
Jana Katrín Knútsdóttir
Ásgeir Sveinsson
Rúnar Bragi Guðlaugsson

Helga Jóhannesdóttir

Helga Jóhannesdóttir