Úthlutun lóða við Úugötu í 5. áfanga Helgafellshverfis

Mosfellsbær hefur ákveðið út­hlut­un­ar­skil­mála og lág­marks­verð lóða í 5. áfanga Helga­fells­hverf­is. Inn­an 5. áfanga verða fjöl­breytt­ar gerð­ir íbúða sem mynda bland­aða byggð í hlíð á móti suðri.

Í þess­ari út­hlut­un er ósk­að eft­ir til­boð­um í bygg­ing­ar­rétt ann­ars veg­ar fjög­urra fjöl­býla með 12 íbúð­um hvert, alls 48 íbúð­ir, og hins veg­ar sjö rað­húsa, alls 24 íbúð­ir.
Hverri lóð verð­ur út­hlut­að til þess að­ila sem ger­ir hæst til­boð í við­kom­andi lóð, enda upp­fylli við­kom­andi að­il­ar skil­yrði um fjár­hags­legt hæfi.
Bæði ein­stak­ling­ar og lög­að­il­ar geta lagt fram til­boð í bygg­ing­ar­rétt lóða en hver um­sækj­andi get­ur þó að­eins lagt fram eitt til­boð í hverja lóð.
Áform­að er að síð­ari út­hlut­un lóða á svæð­inu, sem eru að mestu ein­býl­is­húsa- og par­húsa­lóð­ir, fari fram næsta haust. Sú út­hlut­un verð­ur aug­lýst­ síð­ar.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar eins og mæli­blöð, hæð­ar­blöð, grein­ar­gerð deili­skipu­lags og upp­drætt­i er að finna á vef Mos­fells­bæj­ar.