Una Hildardóttir nýr formaður VG

unahildar

Aðalfundur Vinstri grænna í Mosfellsbæ fór fram þriðjudaginn 28. nóvember og var nýr formaður kosinn. Ólafur Snorri Rafnsson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og Una Hildardóttir var kosin formaður. Una er 26 ára Mosfellingur og starfar sem upplýsingafulltrúi hjá Icelandic Lamb. Hún gegnir embætti gjaldkera Vinstri grænna og hefur áður sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan hreyfingarinnar. Una er fyrsti varaþingmaður VG í kjördæminu og varamaður í mennta- og menningar­nefnd Mosfellsbæjar. Aðrir í stjórn voru kjörnir Þórhildur Pétursdóttir, Bryndís Brynjarsdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir og nýr inn í stjórn er Bjartur Steingrímsson sem kemur inn fyrir Guðmund Sigmundsson. Varamenn eru Ólafur Gunnarsson og Gísli Snorrason.