Umhverfis- og náttúruverndarmál
Í dag 22. apríl, þegar þetta er skrifað, er alþjóðlegur dagur jarðar þar sem allir eru hvattir að hugsa um umhverfismál.
Hver og einn getur nefnilega lagt eitthvað til þannig að jörðin verði áfram byggileg fyrir komandi kynslóðir.
Umhverfisnefnd bæjarins stóð í mars fyrir mjög vel heppnuðum opnum fundi þar sem íbúum gafst kost á að tjá sig um umhverfismál í bænum. Nú mun nefndin byrja að vinna að umhverfisstefnu Mosfellbæjar úr öllum góðum athugasemdum og vonandi fáum við bráðum vel mótað plagg sem íbúarnir geta verið stoltir af. En auðvitað er talsverð vinna fram undan í sambandi við þetta.
Einn mikilvægur partur í umhverfismálum er náttúruverndin. Við allt skipulag ætti að hafa í huga að raska sem minnst viðkvæmum svæðum. Reglur um framkvæmdir á viðkvæmum svæðum sem umhverfisnefndin vann í fyrra er að finna á heimasíðu Mosfellsbæjar, því miður er erfitt að finna þær. Hér er slóðin: Þjónusta – skipulagsmál – framkvæmdir – tengd skjöl – reglur og samþykktir – framkvæmdir á viðkvæmum svæðum. Sem flestir ættu að kynna sér þetta.
Hingað til hafa náttúruverndarmálin ekki verið framarlega á dagskrá hvað fjárveitingar snertir. Umhverfisstjóri, garðyrkjustjóri og framkvæmdastjóri umhverfissviðs hafa bent á að þeir hafi ekki fjármagn til að ganga í verkefnin eins og skyldi.
Náttúruvernd verður ekki markviss nema með því að kortleggja lífríki og náttúrufar í bænum, s.s. búsvæði fugla og fiska, gróður, landslag, votlendi, jarðhitasvæði, uppsprettur ferskvatns o.fl. Spurning er hvort ekki sé hægt að fela háskólanemum og jafnvel nemum á náttúrufræðibraut í framhaldsskólum að vinna verkefni í sambandi við þetta. Háskóli Íslands, Landbúnaðarháskóli og jafnvel Framhaldsskóli Mos. kæmu sérlega til greina.
Við getum að vísu ekki talað um það að í landi Mosfellsbæjar sé „ósnortin náttúra“ enda hafa menn alls staðar haft einhver áhrif. En hins vegar eigum við talsvert af dýrmætum náttúrusvæðum sem okkur ber að varðveita og virða þannig að heilbrigð og óskemmd vistkerfi geta áfram veitt okkur fjölbreytilega þjónustu, ekki síst með hliðsjón af komandi kynslóðum.
Úrsúla Jünemann, aðalmaður
í umhverfisnefnd fyrir Íbúahreyfinguna.