Tvöföldun aðreina inn á Vesturlandsveg

Stefán Ómar Jónsson

Eins og eflaust margir vegfarendur hafa tekið eftir hefur síðustu daga staðið yfir tvöföldun aðreina inn á Vesturlandsveg, annars vegar frá Þverholti og hins vegar frá Reykjavegi.
Vinir Mosfellsbæjar lögðu fram tillögu í skipulagsnefnd á sínum tíma að aðreinar inn á Vesturlandsveg yrðu tvöfaldaðar samhliða breikkun vegarins frá Skarhólabraut að Langatanga. Tillagan var samþykkt og er nú komin til framkvæmda.
Á annatímum mynduðust oft miklar raðir inn á Reykjaveg og inn á Þverholt og oft mátti sjá að ökumenn voru að reyna að mynda tvær raðir inn í hringtorgið þrátt fyrir að aðreinar væru alls ekki hannaðar fyrir tvöfalda röð. Þetta skapaði bæði hættu á umferðarslysum og var til mikilla tafa á umferð.
Vegfarendum öllum er óskað til hamingju með þessa umferðarbót.

Stefán Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar og fulltrúi í skipulagsnefnd.