Tökum höndum saman

Kristín Ýr Pálmarsdóttir

Kristín Ýr Pálmarsdóttir

Umhverfis- og loftlagsmál eru mikið í umræðunni þessa dagana, það er líka mjög jákvætt hvað ungir krakkar eru orðnir meðvitaðir um þessi mál.
Þau geta haft mikil áhrif á aðra og hafa virkilega mikinn baráttuvilja til að koma í veg fyrir hlýnun jarðar með ýmsum leiðum. Þar er hægt að nefna Gretu Thunberg frá Svíþjóð sem berst fyrir framtíðinni.
Hún byrjaði með þöglum mótmælum í þeim tilgangi að fá fólk til að opna augun fyrir þessum vanda og hefur hún breytt út boðskapinn þannig að keðjan rúllaði af stað og fleiri og fleiri krakkar í öðrum löndum, þar á meðal Íslandi, eru farnir að hugsa meira um umhverfis- og loftslagsmál og gera sér grein fyrir því að ef allir leggjast á eitt í baráttunni fyrir umhverfis- og loftlagsvernd þá er hægt að hægja á og jafnvel koma í veg fyrir hlýnun jarðar.
Það er hægt og þú getur tekið þátt í því með því að flokka sorpúrgang frá heimilinu meira, labba meira, keyra minna, fljúga minna og kaupa minna af fötum og hætta eða minnka að kaupa óþarfa hluti sem gefa okkur gervigleði.

Ég hef verið svo heppin að vinna með frábærum hóp af ólíku fólki í umhverfisnefnd að gera umhverfisstefnu Mosfellsbæjar að veruleika. Nú er verið að leggja lokahönd á þá vinnu og vonumst við til að það hjálpi í þeirri alvarlegu stöðu sem loftslagsmálin stefna í ef ekki verður gripið til aðgerða í þeim efnum.
Tökum höndum saman og lofum sjálfum okkur því að við ætlum að gera betur í dag og næstu ár en við höfum gert hingað til.

„Við þurfum í raun að grípa til aðgerða núna. Við höfum 10-12 ár, rúman áratug, til þess að breyta því hvernig við lifum og koma í veg fyrir gríðarlegar afleiðingar sem hlýnun jarðar og súrnun sjávar mun hafa. Núna er tækifærið og við verðum að grípa það.“

Staðreyndir um þessi mál
Þannig munu jöklar og hafís bráðna og minnka og yfirborð sjávar hækka um allt að 7 metra á næstu 10 árum, með þeim afleiðingum að stór láglend landsvæði myndu sökkva, eins og hluti af Bangladesh, Hollandi og Flórída, og margar litlar úthafseyjar
Mosfellsbær er einn af eigendum að Sorpu sem er að taka í notkun gas og jarðgerðastöð sem verður í Álfsnesi. Hún verður tekin í notkun 2020 þar sem molta og metan verður búið til og verður því hægt að nýta það áfram sem er jákvætt fyrir umhverfið og gott er að taka jákvæð lítil skref sem verða að stórum markmiðum síðar.

Kristín Ýr Pálmarsdóttir