Hollvinir gefa hjartaómtæki

Stjórn Hollvinasamtakanna: Bryndís Haraldsdóttir nýkjörinn formaður, Örn Kjærnested, Haukur Leósson, Sólrún Björnsdóttir, Jón Á. Ágústsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Birgir Gunnarsson forstjóri Reykjalundar.

Stjórn Hollvinasamtakanna: Bryndís Haraldsdóttir nýkjörinn formaður, Örn Kjærnested, Haukur Leósson, Sólrún Björnsdóttir, Jón Á. Ágústsson, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Birgir Gunnarsson forstjóri Reykjalundar.

Hollvinasamtök Reykjalundar gáfu á dögunum endurhæfingarmiðstöðinni á Reykjalundi hjartaómtæki af fullkomnustu gerð að verðmæti 8,3 milljóna. Aðalfundur samtakanna fór fram um síðustu helgi og var tækið formlega afhent auk þess sem kosið var nýtt fólk í stjórn Hollvinasamtakanna.
Hollvinasamtökin voru stofnuð í lok árs 2013 og hafa gefið Reykjalundi gjafir fyrir rúmlega 60 milljónir.
Í dag eru 364 félagar skráðir í samtökin en hægt er að ganga til liðs við þau á heimasíðu Reykjalundar og leggja þannig stærstu endurhæfingarmiðstöð á Íslandi lið.