Þjálfun líkamans er nauðsyn

Paul Cota og Hlynur Chadwick Guðmundsson

Paul Cota og Hlynur Chadwick Guðmundsson

Aldrei hefur lífið verið jafn auðvelt fyrir þjóðina, hvað varðar líkamlega virkni.
Nú til dags getur þú eytt heilum degi án líkamlegs erfiðis. Margir eru sammála þessari setningu og við veltum því fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrir líkama okkar eins og hann er skapaður til?

Er þetta rétt þróun? Hvað getum við gert?
Gamalt máltæki segir einhvað á þá leið, að ef þú notar það ekki eins og það er skapað til, stirðnar verkið, verður þyngra í virkni og skemmist fyrr en ella.

Líkami þinn er stórkoslegt musteri og er með háþróaðari tækjum í heiminum. Það sem við þekkjum til er hann fullkomlega hannaður til að vera sterkur og heilbrigður. Hann hefur ýmsar leiðir til að berjast við alls kyns sjúkdóma og pestir og hefur ótrúlega færni til bæta sig og laga, en bara aðeins ef við notum líkamann rétt og skynsamlega.

Þú þarft að nota hann, eins og hann var hannaður til á þúsund árum með þróun tímans og aðlögun að veðri og vindum, sérstaklega hér á Íslandi við erfiðar veðurfarslegar aðstæður. Fyrir u.þ.b. 100 árum eyddi fólk svo miklu meiri tíma í það eitt að halda sér á lífi. Bara það að verða sér úti um mat var mjög erfitt. Allt tók lengri tíma í almennu húshaldi því allt var frumstæðara, þrif, þvottar, matargerð. Frumstæð búmennska, veiðimennska til sjós og lands var ekki bara erfið heldur líka hættuleg. Fyrir börn að fara í skóla jafnvel þótt veður væri gott gat verið erfitt og hættulegt.
Getur þú borið saman lífið í dag saman við lífið eins og það var?

Við erum hér tveir frjálsíþróttaþjálfarar með samanlagt yfir 70 ára reynslu í ýmissi hreyfiþjálfun, sem finnst hlutirnir ekki vera að þróast í eðlilega átt nútildags. Okkur langar að bjóða upp á í sumar í sveitarfélögum hér á Reykjavíkursvæðinu upp á útiverutíma viku í senn í „hreyfi- og agaþjálfun“ án áhalda á stað þar sem kalla má „grænt útiverusvæði“ þíns sveitarfélags. Hugmynd er að vera tvo tíma hvern dag í sex daga (eitt námskeið) einhvers staðar út í náttúrunni að stunda líkamsþjálfun í hvaða veðri sem er.

Spurning sem við veltum fyrir okkur: Mundir þú vilja hreyfi- og agaþjálfun fyrir 14 ára og eldri í þitt sveitarfélag í sumar? …. og sem innanbúðarmaður máttu benda á hepilegan stað?

Viðbrögð um framkvæmd má senda á aga_kjarni@outlook.com eða Instagram KJARNAhreyfing.

Með kveðju,
Hlynur Chadwick Guðmundsson, kennari/þjálfari
Paul Cota, MA í Kinesiology/þjálfari