Stormsveitin gefur út Stormviðvörun fyrir jólin

Meðlimir Stormsveitar- innar fagna útgáfunni.

Meðlimir Stormsveitarinnar fagna útgáfunni.

Stormsveitin hefur gefið út sinn fyrsta geisla- og DVD-disk, Stormviðvörun. Sveitina skipa 20 karlar sem syngja hefðbundin karlakórslög, dægurlög og rokklög.
Stormsveitin flytur yfirleitt öll sín lög í rokkbúningi ásamt fjögurra til fimm manna hljómsveit. „Þetta er 12 laga diskur og 9 laga DVD diskur með sömu lögum. Þetta er upptaka frá þrettándatónleikum Storm­sveitarinnar í Hlégarði 9. janúar 2016. Stefanía Svavars og Biggi Haralds flytja nokkur lög með okkur á þessum disk. Hann var svo hljóðblandaður og unnin í Studíó Lager hjá Arnóri Sigurðarsyni,“ segir Sigurður Hansson, Stormsveitarforingi.

Tónleikar 3. mars í Hlégarði
„Diskinn verður hægt að nálgast á facebook-síðu Stormsveitarinnar og hjá Storm­sveitarmönnum. Ég á ekki von á því að hann fari í frekari dreifingu. Diskurinn kostar 2.000 kr. en 3.000 kr. með DVD disknum.
Við verðum ekki með þrettándatónleika núna í fyrsta skipti í nokkur ár. Við tókum þátt í Kórum Íslands í haust, það fór mikil orka í það og því ákváðum við að halda góða tónleika 3. mars í Hlégarði með nýju og fersku efni,“ segir Sigurður að lokum og hvetur alla sem áhuga hafa á að eignast diskinn að hafa sambandi við meðlimi sveitarinnar eða í gegnum facebook.