Kolbrún býður sig fram í 2. sæti

kollaframbod

Kolbrún Guðný Þorsteinsdóttir býður sig fram 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer laugardaginn 10. febrúar. Kolbrún situr í bæjarstjórn og bæjarráði. Þá er hún formaður fræðslunefndar og situr fyrir hönd Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu. „Mikil uppbygging er að eiga sér stað í Mosfellsbæ og hef ég áhuga á að halda áfram þeim krefjandi verkefnum sem fram undan eru. Bæjarstjórnin er skipuð góðu og öflugu fólki og hef ég mikinn áhuga á að vinna áfram með þeim hóp.“ Kolbrún er gift Sigurði Andréssyni byggingameistara og eiga þau þrjá syni og eitt barnabarn.