Skálinn í Álafosskvos vígður

skalinn2

Í lok sumars festi skátafélagið Mosverjar kaup á húsi að Álafossvegi 18 í Mosfellsbæ með stuðningi Mosfellsbæjar. Húsið er staðsett í Álafosskvosinni, á frábærum stað fyrir skátastarf.
Með aðstoð og stuðning frá skátum, foreldrum, sjálfboðaliðum og öðrum velunnurum er húsið orðið að heimili, Skátaheimili.

Skátaheimilið fær nafnið Skálinn
Skátaheimilið hefur fengið nafnið Skálinn og fór vígsla fram fimmtudaginn 15. desember. Á annað hundrað manns mættu til að fagna með skátunum og bárust félaginu þónokkrar gjafir í tilefni tímamótanna.
Mosverjar vilja koma á framfæri þakkláti til allra þeirra sem hafa aðstoðað við að gera húsið að heimili.

skalinn3