Sigurvegarar í Stóru upplestrarkeppninni

Halla Katrín, Alex Máni og  Aron Valur taka við verðlaunum

Halla Katrín, Alex Máni og Aron Valur taka við verðlaunum fyrir framúrskarandi lestur. 

Úrslit Stóru upplestrarkeppninnar fóru fram á dögunum en keppnin stendur á milli nemenda í 7. bekk Varmárskóla og Lágafellsskóla en skólarnir hafa mæst alls 17 sinnum. Alex Máni Hrannarsson 7. IRÍ fór með sigur af hólmi og í öðru sæti lenti Aron Valur Gunnlaugsson 7. JLS en þeir eru báðir í Lágafellsskóla. Í þriðja sæti hafnaði Halla Katrín W. Ólafsdóttir 7. IÓ í Varmárskóla.