Rúnar Bragi í 4. sætið

Rúnar Bragi Guðlaugsson

Rúnar Bragi Guðlaugsson

Í vor eru átta ár liðin síðan ég ákvað að gefa kost á mér í fyrsta skipti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Þegar ég tók þessa ákvörðun var það ekki vegna þessa að ég hafði einhvern sérstakan áhuga á pólítik heldur langaði mig að láta gott af mér leiða og um leið leggja mitt af mörkum til að bæta samfélagið okkar.

Á þessum tæpum átta árum hef ég verið afar lánsamur að fá tækifæri til að starfa með mörgum af þeim frábæru starfsmönnum sem starfa hjá Mosfellsbæ og fulltrúum allra flokka sem setið hafa þessi tvö kjörtímabil. Hefur sú reynsla og tími reynst mér afar afar dýrmætur og lærdómsríkur.
Ég hef verið varabæjarfulltrúi sl. tvö kjörtímabil sem hefur gefið mér aukið innsæi og þekkingu í öll þau stóru mál sem þarf að vinna og fram undan eru. Ég tel að með reynslu minni á þessum tíma sé ég tilbúinn að taka næsta skref og láta verkin tala enn frekar.
Til að það geti orðið að veruleika þarf ég á þínum stuðning að halda og bið ég því þig um að kjósa mig í 4. sætið í komandi prófkjöri Sjálfstæðismanna sem fer fram 10. febrúar nk.

Rúnar Bragi Guðlaugsson, varabæjarfulltúi.