Rekstrarniðurstaða ársins 2022

Ásgeir Sveinsson

Í ársreikningi Mosfellsbæjar fyrir árið 2022 má vissulega sjá að rekstrarumhverfið undanfarið hefur ekki verið hagstætt.
Mosfellsbær býr þó vel að ábyrgri fjármálastjórn undanfarinna ára þar sem meðal annars voru teknar góðar ákvarðanir í hagstæðum lántökum sem greiddu upp önnur óhagstæðari lán og skuldbindingar sveitarfélagsins.
Fyrir heimsfaraldurinn lækkaði skuldahlutfall bæjarins því hratt þrátt fyrir stöðuga uppbyggingu í bænum og framkvæmdir upp á 2-3 milljarða á ári í formi nýframkvæmda og viðhaldsverkefna.
Í kjölfar þess tekjufalls sem fylgdi heimsfaraldrinum var tekin meðvituð og samhljóða ákvörðun af fyrrverandi bæjarstjórn, að halda áfram vinnu samkvæmt gildandi framkvæmdaáætlun við uppbyggingu innviða og endurnýjun og viðhald á fasteignum í eigu bæjarins. Þessi sama bæjarstjórn ákvað einnig að auka þjónustu við íbúa eins og áætlanir gerðu ráð fyrir en á undanförnum árum hefur meðal annars verið lögð áhersla á lækkun skatta og annarra gjalda á Mosfellinga.
Þetta voru góðar ákvarðanir í ljósi sögunnar og líklega grundvöllur þess að niðurstöður ánægjukannana sveitarfélaga hafa sýnt að ánægðustu íbúarnir búa einmitt hér í okkar góða bæ.

Jana Katrín Knútsdóttir

Tekjur Mosfellsbæjar ársins 2022 voru hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Kostnaður við framkvæmdir var í takt við áætlanir, þrátt fyrir að dýrar framkvæmdir við Kvíslarskóla hafi komið óvænt til á árinu.
Öðrum framkvæmdum var frestað af meirihlutanum, meðal annars framkvæmdum í uppbyggingu að Varmá og á nýjum leikskóla í Helgafellshverfi. Þessar frestanir gera það að verkum að kostnaður við framkvæmdir var innan áætlana á árinu 2022. Kostnaður við nýframkvæmdir hefur síðan hækkað verulega og allar líkur á enn meiri kostnaði fyrir sveitarfélagið þegar þær loks hefjast.

Há verðbólga og mikil hækkun vaxta útskýrir það að útkoma síðasta árs er lakari hjá Mosfellsbæ en áætlanir gerðu ráð fyrir vegna aukins fjármagnskostnaðar.
Þetta er vonandi tímabundið ástand sem Mosfellsbær ætti að þola ef rétt verður haldið á málum hvað varðar fjármálastjórn næstu misserin og árin.

Hærri tekjur og skattahækkanir

Rúnar Bragi Guðlaugsson

Tekjur bæjarins munu áfram vera hærri en gert er ráð fyrir í áætlunum, bæði vegna hækkunar á útsvari og á fasteignasköttum – á íbúða- og atvinnuhúsnæði, en líklega ekki síður vegna vanáætlaðra tekna af lóðaúthlutunum.
Tekjuhliðin og reksturinn ættu því að halda áfram að vera góð en í því óvissuástandi sem nú ríkir reynir mjög á rekstrarhæfni meirihlutans í að beita aðhaldi í rekstri og mögulega breyta framkvæmdaáætlunum ef verðbólga og háir vextir dragast á langinn eins og teikn eru á lofti um. Þá er mikilvægt að meirihlutinn sé skilvirkur í verkum sínum, hafi þor til að taka erfiðar ákvarðanir og nái saman um forgangsröðun í mögulegum niðurskurði á framkvæmdum, þjónustu og starfsmannahaldi.

Íbúum í Mosfellsbæ mun halda áfram að fjölga en traustur rekstur undanfarinna ára og sterk fjárhagsstaða, þrátt fyrir tímabundin ytri áföll, eiga að gera bæjarfélaginu kleift að veita íbúum Mosfellsbæjar áfram framúrskarandi þjónustu sem stöðugt hefur verið að aukast undanfarin ár og mun vonandi gera áfram.
Bæjarfulltrúar D-lista í Mosfellsbæ munu sem fyrr styðja góðar tillögur meirihlutans og hvetja þau

Helga Jóhannesdóttir

áfram til góðra verka, en mun vissulega halda áfram að koma sínum tillögum og stefnumálum á framfæri svo áfram verði best að búa í Mosó.

Ásgeir Sveinsson
Jana Katrín Knútsdóttir
Rúnar Bragi Guðlaugsson
Helga Jóhannesdóttir