Opna glæsilega Reebok-stöð
Líkamsræktarkeðjan Reebok Fitness opnaði nýja stöð að Lambhagavegi við Vesturlandsveg þann 29. september síðastliðinn.
Stöðin sem er 2.400 m2 er öll hin glæsilegasta, útbúin nýjustu tækjum og þar eru þrír hóptímasalir. Auk þess opnaði CrossFit Katla annað boxið sitt en það fyrsta er í Holtagörðum. Í Lambhaga er sauna, gufubað og heitur og kaldur útipottur. Á teygjusvæðinu er hægt að kveikja á innrauðum hita sem talið er að auki virkni og áhrif teygjuæfinga.
„Við erum mjög ánægð með viðtökurnar á nýju stöðinni okkar en þetta er áttunda líkamsræktarstöðin sem við opnum frá árinu 2011,“ segir Unnur Pálmarsdóttir mannauðs- og fræðslustjóri Reebok Fitness.
Heimilisleg og fjölskylduvæn stöð
„Sérstaða okkar í Lambhaganum er að í einum hóptímasalnum er innrauður hiti og rakatæki til að hámarka upplifun viðskiptavina okkar. Auk þess að vera með 300 m2 æfingasal og glæsilegan spinningsal. Við bjóðum upp á fjölbreytta hópatíma og ýmis lokuð námskeið fyrir alla aldurshópa.
Við höfum lagt mikla áherslu á að stöðin sé heimilisleg og að umhverfið sé fjölskylduvænt. Við eigum aðeins einn líkama og verðum að huga vel að líkama og sál til framtíðar. Andrúmsloftið hjá okkur er notalegt, hvetjandi og rólegt. Við bjóðum upp á einvala lið einkaþjálfara, kennara og starfsfólks,“ segir Unnur en sérstaða Reebok Fitness er að bjóða upp á líkamsrækt fyrir alla aldurshópa með ólík markmið í huga.
Bjóða Mosfellingum frían vikupassa
„Öllum Mosfellingur gefst nú kostur á að koma og prófa stöðina hjá okkur, hægt er að nálgast frían vikupassa í afgreiðslunni. Við bjóðum líka upp á barnapössun, þar sem litlu krílin geta leikið sér í frábæru leikherbergi á meðan foreldrar eða forráðamenn taka á því í ræktinni. Viðskiptavinir Reebok Fitness hafa aðgang að átta líkamsræktarstöðvum og þremur sundlaugum. Auk þess höfum við boðið öllum krökkum sem fædd eru 2002-2003 fría mánaðaráskrift en Halla Heimis er einmitt með frábær unglinganámskeið og einnig í CrossFit Kötlu,“ segir Unnur að lokum og hvetur alla Mosfellinga til að koma og prófa. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu www.reebokfitness.is.