Nýr tannlæknir í Mosfellsbæ
Katrín Rós Ragnarsdóttir útskrifaðist sem tannlæknir síðastliðið vor. Katrín er um þessar mundir að koma sér fyrir með sinn eigin tannlæknastól sem hún rekur sjálfstætt í Þverholti 7, í samstarfi við Elmar Geirsson sem starfað hefur um árabil í Mosfellsbæ.
„Ég gekk í Varmárskóla, fór þaðan í Borgarholtsskóla og svo í tannlækningar í HÍ. Frá því að ég byrjaði í náminu var ég alltaf ákveðin í að opna mína stofu í Mosfellsbæ.“
Sveigjanlegur opnunartími
„Ég hef að undanförnu verið að vinna á Akranesi og verð það eitthvað áfram á meðan ég er að koma mér fyrir hérna og eignast minn kúnnahóp. Ég leigi aðstöðu hjá honum Elmari og hlakka mikið til að starfa hér í mínum heimabæ, segir Katrín Rós.
„Ég hef fjárfest í góðum græjum og tek að mér allar almennar tannlækningar. Til að byrja með verð ég að vinna á mánudögum kl. 9-19 og á laugardögum. Það er hægt að hafa beint samband við mig í síma 789-8270 eða hringja beint á stofuna í síma 566-6104. Ég er mjög sveigjanleg og er alveg tilbúin að vinna líka á kvöldin ef það hentar fólki.“