Náttúran og umhverfið í öndvegi

Bjarki Bjarnason formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.

Bjarki Bjarnason formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.

Um miðjan septembermánuð verður náttúrunni og umhverfinu gefinn sérstakur gaumur hér í Mosfellsbæ og viðamikil dagskrá helguð þessum mikilvægu málaflokkum.
Að hluta til er um að ræða fjölþjóðlegt átak um mikilvægi þess að vernda umhverfið og náttúruna en einnig er um séríslenskt framtak að ræða sem ber heitið Dagur íslenskrar náttúru. Við viljum vekja athygli á þessum viðburðum sem tengjast að hluta til markmiðinu að styðja við heilsueflandi samfélag í Mosfellsbæ.

Evrópsk samgönguvika – Dagur íslenskrar náttúru
Fyrst ber að nefna Evrópska samgönguviku sem haldin er árlega um miðjan september víðast hvar í stærstu borgum og bæjum Evrópu. Að þessu sinni ber vikuna upp á 16.– 22. september n.k. og þar verður vakin athygli á vistvænum samgöngum í þágu náttúrunnar og umhverfisins svo sem göngu, hjólreiðum, strætó og sparneytnum og lítt mengandi bílum.
Líkt og undanfarin ár mun Mosfellsbær taka virkan þátt í samgönguvikunni með fjölbreyttri og metnaðarfullri dagskrá sem Tómas G. Gíslason umhverfisstjóri Mosfellsbæjar hefur sett saman. Svo skemmtilega vill til að Dagur íslenskrar náttúru, sem haldinn er ár hvert hinn 16. september, er í sömu viku og Evrópska samgönguvikan.

Málþing og margnota innkaupapokar
Hluti af dagskránni á Degi íslenskrar náttúru verður afhending á margnota innkaupapokum í tengslum við verkefnið Mosfellsbær – heilsueflandi samfélag sem Ólöf Sívertsen verkefnastjóri Heilsuvinjar hefur stýrt. Það er vel við hæfi að afhenda bæjarbúum pokana á Degi íslenskrar náttúru því þeir munu minnka stórlega notkun á einnota innkaupapokum sem eru mjög íþyngjandi fyrir náttúruna og umhverfið. Afhending pokanna er hluti af dagskrá málþingsins Börn náttúrunnar sem verður haldið í

Örn Jónasson varaformaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.

Örn Jónasson varaformaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.

Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ þann 16. september og er samstarfsverkefni Mosfellsbæjar og Umhverfisstofnunar. Þar verður boðið upp á fræðandi fyrirlestra um tengingu náttúruvitundar og heilsueflingar.
Eins og hér hefur verið rakið verður margt gert hér í Mosfellsbæ í tilefni af Degi íslenskrar náttúru og Evrópsku samgönguvikunni. Dagskrár þessara viðburða verða auglýstar víða, m.a. á heimasíðu Mosfellsbæjar og hér í bæjarblaði Mosfellinga. Við hvetjum alla bæjarbúa til að taka virkan þátt í þessum viðburðum og leggja sitt af mörkum til að halda í heiðri fallegt og heilbrigt umhverfi sem er öllum til heilla, jafnt nú sem til allrar framtíðar.

Bjarki Bjarnason, formaður umhverfisnefndar Mosfellsbæjar.
Örn Jónasson, varaformaður umhverfisnefndar.

Greinin birtist í Mosfellingi 10. september 2015