Leikfélagið heiðrað í annað sinn sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar

Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar.

Félagar úr Leikfélagi Mosfellssveitar.

Frábært leikár hjá Leikfélagi Mosfellssveitar þar sem Ronja ræningjadóttir sló í gegn.

Leikfélag Mosfellssveitar hefur verið útnefnt sem bæjarlistamaður Mosfellsbæjar árið 2015.
Leikfélagið hefur verið starfrækt síðan 8. nóvember 1976 og hefur sett svip sinn á menningarlíf í sveitarfélaginu allt frá stofnun. Leikfélagið setur reglulega upp sýningar í bæjarleikhúsinu sem eru jafnan vel sóttar. Auk þess stendur leikfélagið fyrir barna- og unglinganámskeiðum reglulega og hafa þau notið mikilla vinsælda.
Síðasta ár hefur verið farsælt í starfsemi leikfélagsins en leiksýningin Ronja var frumsýnd í september 2014 og var sýningin valin athyglisverðasta áhugaleiksýning ársins 2015 af dómnefnd Þjóðleikhússins. Ronja var sýnd 22 sinnnum í Bæjarleikhúsinu og þrisvar sinnum í Þjóðleikhúsinu fyrir fullu húsi.
Leikfélag Mosfellssveitar hefur áður verið tilnefnt Bæjarlistamaður Mosfellsbæjar en það var á 20 ára starfsafmæli félagsins árið 1996.