N1 opnar rafhleðslustöð í Háholti
N1 hefur opnað 50 kW hraðhleðslustöð við þjónustustöð sína í Háholti í Mosfellsbæ.
Hægt er að greiða fyrir rafmagnið með N1 korti og lyklum, auk annarra hefðbundinna greiðslumáta. Ekkert mínútugjald er greitt fyrir hleðsluna, aðeins fast gjald og er verðið 45 kr á kW. Stöðin kemur í staðinn fyrir hraðhleðslustöð frá ON.
Kolefnissporin minnka
„N1 heldur áfram forystuhlutverki sínu á þessu sviði og við viljum sem fyrr vera leiðandi í sölu orkugjafa á Íslandi.
Með þessum nýju orkugjöfum minnkum við kolefnissporin og þetta fellur afskaplega vel við markmið númer 13 í Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í loftslagsmálum,“ segir Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri N1.
Þægilegt aðgengi fyrir alla
„Fjöldi N1 korthafa er yfir 70.000 og viljum við geta veitt okkar viðskiptavinum þægilegt aðgengi við greiðslu á rafmagni á rafbíla ásamt því sem við viljum veita viðskiptavinum okkar sem ekki eru korthafar skilyrðislaust aðgengi.
Viðskiptavinir okkar geta greitt fyrir rafmagnið með greiðslukortum. Þannig geta allir hlaðið bílana hjá N1 ólíkt því sem gerist hjá öðrum sem bjóða upp á rafhleðslu. Við viljum þjónusta viðskiptavini óháð því hvaða orkugjafa þeir velja fyrir bílana sína.“