Mosfellsbær gefur út nýtt hjólakort

Í tilefni af Samgönguviku í Mosfellsbæ hafa verið gefin út ný hjólakort fyrir íbúa og gesti bæjarins. Annars vegar hefur verið gefin út ný útgáfa af hjólastígakorti fyrir bæinn, sem sýnir alla helstu hjólastíga í Mosfellsbæ og tengingu þeirra við stígakerfi höfuðborgarsvæðisins.
Hins vegar hefur nú verið gefið út nýtt hjólastígakort með sérmerktum hjólaleiðum í sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem m.a. er að finna áhugaverða 18 km fjallahjólaleið í Mosfellsdal.
Hjólastígakortunum verður dreift á alla helstu staði í bænum, íþróttamiðstöðvar og sundlaugar, og sett á heimasíðu bæjarins, auk þess sem þau eru aðgengileg í þjónustuveri Mosfellsbæjar. Íbúar eru hvattir til að nýta sér fjölbreytt úrval hjólastíga í bænum til útivistar.

Hér er hægt að nálgast kortið á vef Mosfellsbæjar

Hér má nálgast fleiri gagnleg kort á vef bæjarins